Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2025 08:00 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07