Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:05 Drusluteymið í varningi með tilvitnunum í Ólöfu Töru Harðardóttur. Slíkur varningur verður til sölu á viðburðinum. Ágóði sölunnar rennur í minningarsjóð Ólafar Töru. Druslugangan Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn í dag. Skipuleggjendur segjast finna fyrir meiri samstöðu vegna göngunnar í ár en áður. Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“ Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“
Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira