Sport

Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
J.J. Weaver spilaði með sérstaka hanska þegar hann lék með Kentucky skólanum.
J.J. Weaver spilaði með sérstaka hanska þegar hann lék með Kentucky skólanum. Getty/Todd Kirkland

J.J. Weaver er á leiðinni í NFL deildina eftir að Carolina Panthers samdi við leikmanninn.

Hinn 25 ára gamli Weaver var að klára háskólanám við Kentucky háskólann og spilar í varnarlínunni.

Hann er auðvitað stór og sterkur strákur eins og þeir þurfa að vera í þessari stöðu þar sem þeir þurfa að halda velli á móti stórum strákum í sóknarlínu mótherjanna.

Weaver er 195 sentimetrar á hæð og 114 kíló. Hann hljóp 40 jardana á 4,86 sekúndum og stökk 0,79 metra úr kyrrstöðu þegar nýliðanir voru mældir.

Weaver var með 21,5 leikstjórnendafellur og var fyrirliði Kentucky háskólaliðsins á þremur tímabilum.

Weaver hefur þó væntanlega eitt fram yfir alla hina leikmennina í NFL

Jú hann er með sex fingur á hægri hendi. Hann fæddist með polydactyly sem er fæðingargalli þar sem barn fæðist meiri fleiri tær eða fleiri fingur. Weaver fór ekki í aðgerð til að láta fjarlægja einn puttann heldur hélt þeim öllum sex.

Það er ekki að fullu vitað hvort hann græði eitthvað á þessu eins og hafa betra tak á mótherjanum en þetta hefur auðvitað vakið athygli á komu hans í NFL deildina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×