Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2025 20:30 Óttar er staddur á bát í Frönsku Pólýnesíu. Hann stóð flóðbylgjuvaktina á bátnum á meðan aðrir áhafnarliðar sváfu. Vísir Íslendingur í Frönsku Pólýnesíu segist hafa fyllst skelfingu þegar fregnir bárust af jarðskjálfta undan ströndum Rússlands og gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir. Skjálftinn var 8,8 að stærð en betur fór en á horfðist. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og voru upptök hans austur af Kamtsjatka-skaga á 47 kílómetra dýpi. Skjálftaflóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út um allt Kyrrahafið og var sérstaklega óttast um flóðbylgjur á Havaí og í Japan. Undanfari eldgoss Hæstu flóðbylgjurnar lentu á hafnarborgum á Kamtsjatkaskaga, þar sem öldur náðu fjögurra metra hæð í borginni Severo-Kurilsk, þar sem sjórinn sópaði með sér öllu steini léttara. Grjót hrundi úr hlíðum skagans og sjómenn náðu myndum af sæljónum flýja í hafið á meðan skjálftinn reið yfir. Eldgos hófst svo í Kljútsjevskoj-fjalli eftir hádegi að íslenskum tíma en en reglulega hefur gosið í fjallinu á síðustu árum. Við strendur Kyrrahafsins flúðu margir á hærra land og mynduðust umferðarteppur víða. Áhrifin voru þó minni en talið var að yrði í fyrstu Hræðileg upplifun Óttar Ómarsson er staddur í Frönsku Pólýnesíu, þar sem hann er á mánaðarlangri siglingu ásamt níu manna danskri áhöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Óttari var hann einn áhafnarmeðlima sem var vakandi - hann stóð flóðbylgjuvaktina á meðan aðrir sváfu. Klukkan var þá hálf tvö um nótt. „Að upplifa þetta er hræðilegt því við fréttum af þessu á meðan við erum að borða hrísgrjónagrautinn okkar í kvöldmat,“ segir Óttar. Fregnir bárust þá af jarðskjálfta við Rússlandsstrendur, um 9.000 kílómetra í burtu. Hópurinn fylgdist grannt með fréttum frá Havaí, þar sem bylgjurnar skullu fyrst á. „Eins og við vitum núna þá fór ekkert úrskeiðis, ekkert það slæmt. Nú er komið að okkur að fá sömu bylgjur, eða öldur.“ Óttaðist endurtekningu frá 2004 Bátur Óttars er undan ströndum Tahítí en fyrir innan rifið, sem veitir eyjunum nokkuð skjól. Hefði allt farið á versta veg var áhöfnin með neyðarplan tilbúið. „Þannig að við vorum búin að safna vegabréfunum frá öllum í einn poka og tilbúin með bátinn og svo voru allir með töskurnar sínar og dótið sitt tilbúið til að fara af bátnum bara með nauðsynjavörur og mat. Þá hefðum við klifrað upp á fjallið og það var planið að klifra upp á hálendið,“ segir Óttar. Hann hafi séð myndefni af flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi árið 2004, í kjölfar jarðskjálfta sem var 9,1 til 9,3 að stærð, en þá létust á þriðja hundrað þúsund. Tilhugsunin um að vera í sömu aðstæðum hafi vakið ótta. „Núna líður mér vel en ég var rosalega hræddur áðan því það var rosalega mikil óvissa. Maður hefur séð vídeó af því sem hefur gerst í Taílandi, Indónesíu og maður var hræddur um að nú væri komið að okkur.“ Íslendingar erlendis Rússland Frakkland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og voru upptök hans austur af Kamtsjatka-skaga á 47 kílómetra dýpi. Skjálftaflóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út um allt Kyrrahafið og var sérstaklega óttast um flóðbylgjur á Havaí og í Japan. Undanfari eldgoss Hæstu flóðbylgjurnar lentu á hafnarborgum á Kamtsjatkaskaga, þar sem öldur náðu fjögurra metra hæð í borginni Severo-Kurilsk, þar sem sjórinn sópaði með sér öllu steini léttara. Grjót hrundi úr hlíðum skagans og sjómenn náðu myndum af sæljónum flýja í hafið á meðan skjálftinn reið yfir. Eldgos hófst svo í Kljútsjevskoj-fjalli eftir hádegi að íslenskum tíma en en reglulega hefur gosið í fjallinu á síðustu árum. Við strendur Kyrrahafsins flúðu margir á hærra land og mynduðust umferðarteppur víða. Áhrifin voru þó minni en talið var að yrði í fyrstu Hræðileg upplifun Óttar Ómarsson er staddur í Frönsku Pólýnesíu, þar sem hann er á mánaðarlangri siglingu ásamt níu manna danskri áhöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Óttari var hann einn áhafnarmeðlima sem var vakandi - hann stóð flóðbylgjuvaktina á meðan aðrir sváfu. Klukkan var þá hálf tvö um nótt. „Að upplifa þetta er hræðilegt því við fréttum af þessu á meðan við erum að borða hrísgrjónagrautinn okkar í kvöldmat,“ segir Óttar. Fregnir bárust þá af jarðskjálfta við Rússlandsstrendur, um 9.000 kílómetra í burtu. Hópurinn fylgdist grannt með fréttum frá Havaí, þar sem bylgjurnar skullu fyrst á. „Eins og við vitum núna þá fór ekkert úrskeiðis, ekkert það slæmt. Nú er komið að okkur að fá sömu bylgjur, eða öldur.“ Óttaðist endurtekningu frá 2004 Bátur Óttars er undan ströndum Tahítí en fyrir innan rifið, sem veitir eyjunum nokkuð skjól. Hefði allt farið á versta veg var áhöfnin með neyðarplan tilbúið. „Þannig að við vorum búin að safna vegabréfunum frá öllum í einn poka og tilbúin með bátinn og svo voru allir með töskurnar sínar og dótið sitt tilbúið til að fara af bátnum bara með nauðsynjavörur og mat. Þá hefðum við klifrað upp á fjallið og það var planið að klifra upp á hálendið,“ segir Óttar. Hann hafi séð myndefni af flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi árið 2004, í kjölfar jarðskjálfta sem var 9,1 til 9,3 að stærð, en þá létust á þriðja hundrað þúsund. Tilhugsunin um að vera í sömu aðstæðum hafi vakið ótta. „Núna líður mér vel en ég var rosalega hræddur áðan því það var rosalega mikil óvissa. Maður hefur séð vídeó af því sem hefur gerst í Taílandi, Indónesíu og maður var hræddur um að nú væri komið að okkur.“
Íslendingar erlendis Rússland Frakkland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11