Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Getty/Chip Somodevilla Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira