Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 17:17 Nikola Jokic er frábær í körfubolta en ástríða hans virðist þó vera annars staðar. Getty/Joshua Gateley Myndir af körfuboltastjörnunni Nikola Jokic að missa sig yfir því þegar hesturinn hans vann keppni í Serbíu fór á flug á netinu í vikunni og ekki síst í samanburði við látlaus viðbrögð hans þegar Jokic varð sjálfur NBA-meistari. Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights)
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira