Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 18:55 Sigurður Bjartur Hallsson skoraði bæði mörk FH-inga í dag. vísir/Anton FH og Víkingur skildu jöfn 2-2 á Kaplakrikavelli í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Víkingar svöruðu þar mörkum FH-inga sem komust tvisvar yfir í leiknum. Bæði fara að líkindum ósátt heim. Víkingur hafði spilað þrjá leiki í röð í deildinni án sigurs fyrir leik dagsins er þeir sóttu FH-inga heim á grasið í Kaplakrika þar sem þeir hafa jafnan sótt gott sem öll sín stig undanfarin misseri. Það kom ef til vill aðeins á óvart að Víkingur gerði aðeins tvær breytingar frá 4-2 sigri á Vllaznia í miðri viku. Þeir Oliver Ekroth, Gylfi Þór Sigurðsson, Valdimar Þór Ingimarsson, Karl Friðleifur Gunnarsson spiluðu allar 120 mínúturnar en voru þrátt fyrir það í byrjunarliði Víkinga í dag. FH-ingar vonuðust til að nýta sér þreytumerki á gestunum og það var útlit fyrir það í upphafi. Kraftur var í heimamönnum sem uppskáru mark frá Sigurði Bjarti Hallssyni sem slapp í gegn eftir hreinsun Ahmed Faqa upp völlinn og klaufalega (og þreytulega) varnartilburði Olivers Ekroth. Víkingur svaraði hins vegar strax, tveimur mínútum eftir mark Sigurðar var vörn FH skringilega staðsett, Víkingar þustu upp vinstri kantinn og Nikolaj Hansen mætti á teiginn til að fylgja eftir skoti Óskars Borgþórssonar. Tvö færi og tvö mörk í fyrri hálfleik og staðan 1-1 þegar hálfleiksflautið gall. Taka tvö Sigurður Bjartur kom FH yfir öðru sinni á 69. mínútu eftir frábæran undirbúning Kjartans Kára Halldórssonar sem spændi upp vinstri kantinn og gaf fyrir. Boltinn barst til Sigurðar sem setti boltann inn af markteig. En öðru sinni jafnaði Víkingur strax. Erlingur Agnarsson hafði þá á einhvern fullkomnlega óskiljanlegan hátt sett boltann í stöng fyrir nánast opnu marki af meters færi en Víkingur fékk hornspyrnu í kjölfarið. Eftir hana kom Sveinn Gísli Þorkelsson boltanum yfir línuna og aftur hafði Víkingur jafnað strax eftir mark FH. Ekkert var frekar skorað en Valdimar Þór Ingimundarson fékk besta færið í uppbótartíma þegar hann skaut framhjá af markteig eftir langt innkast. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og bæði lið fara ósátt heim. Atvik leiksins Færi Valdimars Þórs í lokin. Hefði það nýst hefðu leiknum lokið 2-3. Svo einfalt er það. Stjörnur og skúrkar Ahmed Faqa átti fínan leik og Sveinn Gísli var góður hjá Víkingum, og skoraði að auki. Sigurður Bjartur Hallsson er að sjálfsögðu maður leiksins með tvö mörk og spilaði að auki vel. Oliver Ekroth var þreyttur eftir 120 mínútur á fimmtudaginn var. Hann á stóran þátt í fyrsta marki FH og var ótraustur fyrir það. Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að setja mark sitt á leikinn heldur. Umgjörð og stemning Ítalskur túristahópur vakti athygli þegar hann mætti í stúkuna um 20 mínútum fyrir leik með FH-trefla og veifur. Sá hópur átti svo eftir að taka yfir stúkuna og var í raun eina fólkið sem heyrðist í á meðan leik stóð, ef undanþegið er ævinlega þreytt dómararöfl heldri manna. „Forza ragazzi!“ var mikið tekið sem má þýða sem „Áfram strákar!“. Þá var mikið um bravo, forza og bene. Það þurfti Ítali til að rífa upp stemninguna í tómlegri stúku um Verzlunarmannahelgi. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn í dag. Það er lítið út á hans frammistöðu að setja. Víkingar vildu meina að Kjartan Kári Halldórsson hefði misst boltann út af í aðdraganda annars marksins en frá blaðamannastúkunni séð og úr sjónvarpsútsendingum virðist svo ekki hafa verið. Fín dómgæsla í dag. Besta deild karla FH Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
FH og Víkingur skildu jöfn 2-2 á Kaplakrikavelli í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Víkingar svöruðu þar mörkum FH-inga sem komust tvisvar yfir í leiknum. Bæði fara að líkindum ósátt heim. Víkingur hafði spilað þrjá leiki í röð í deildinni án sigurs fyrir leik dagsins er þeir sóttu FH-inga heim á grasið í Kaplakrika þar sem þeir hafa jafnan sótt gott sem öll sín stig undanfarin misseri. Það kom ef til vill aðeins á óvart að Víkingur gerði aðeins tvær breytingar frá 4-2 sigri á Vllaznia í miðri viku. Þeir Oliver Ekroth, Gylfi Þór Sigurðsson, Valdimar Þór Ingimarsson, Karl Friðleifur Gunnarsson spiluðu allar 120 mínúturnar en voru þrátt fyrir það í byrjunarliði Víkinga í dag. FH-ingar vonuðust til að nýta sér þreytumerki á gestunum og það var útlit fyrir það í upphafi. Kraftur var í heimamönnum sem uppskáru mark frá Sigurði Bjarti Hallssyni sem slapp í gegn eftir hreinsun Ahmed Faqa upp völlinn og klaufalega (og þreytulega) varnartilburði Olivers Ekroth. Víkingur svaraði hins vegar strax, tveimur mínútum eftir mark Sigurðar var vörn FH skringilega staðsett, Víkingar þustu upp vinstri kantinn og Nikolaj Hansen mætti á teiginn til að fylgja eftir skoti Óskars Borgþórssonar. Tvö færi og tvö mörk í fyrri hálfleik og staðan 1-1 þegar hálfleiksflautið gall. Taka tvö Sigurður Bjartur kom FH yfir öðru sinni á 69. mínútu eftir frábæran undirbúning Kjartans Kára Halldórssonar sem spændi upp vinstri kantinn og gaf fyrir. Boltinn barst til Sigurðar sem setti boltann inn af markteig. En öðru sinni jafnaði Víkingur strax. Erlingur Agnarsson hafði þá á einhvern fullkomnlega óskiljanlegan hátt sett boltann í stöng fyrir nánast opnu marki af meters færi en Víkingur fékk hornspyrnu í kjölfarið. Eftir hana kom Sveinn Gísli Þorkelsson boltanum yfir línuna og aftur hafði Víkingur jafnað strax eftir mark FH. Ekkert var frekar skorað en Valdimar Þór Ingimundarson fékk besta færið í uppbótartíma þegar hann skaut framhjá af markteig eftir langt innkast. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og bæði lið fara ósátt heim. Atvik leiksins Færi Valdimars Þórs í lokin. Hefði það nýst hefðu leiknum lokið 2-3. Svo einfalt er það. Stjörnur og skúrkar Ahmed Faqa átti fínan leik og Sveinn Gísli var góður hjá Víkingum, og skoraði að auki. Sigurður Bjartur Hallsson er að sjálfsögðu maður leiksins með tvö mörk og spilaði að auki vel. Oliver Ekroth var þreyttur eftir 120 mínútur á fimmtudaginn var. Hann á stóran þátt í fyrsta marki FH og var ótraustur fyrir það. Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að setja mark sitt á leikinn heldur. Umgjörð og stemning Ítalskur túristahópur vakti athygli þegar hann mætti í stúkuna um 20 mínútum fyrir leik með FH-trefla og veifur. Sá hópur átti svo eftir að taka yfir stúkuna og var í raun eina fólkið sem heyrðist í á meðan leik stóð, ef undanþegið er ævinlega þreytt dómararöfl heldri manna. „Forza ragazzi!“ var mikið tekið sem má þýða sem „Áfram strákar!“. Þá var mikið um bravo, forza og bene. Það þurfti Ítali til að rífa upp stemninguna í tómlegri stúku um Verzlunarmannahelgi. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn í dag. Það er lítið út á hans frammistöðu að setja. Víkingar vildu meina að Kjartan Kári Halldórsson hefði misst boltann út af í aðdraganda annars marksins en frá blaðamannastúkunni séð og úr sjónvarpsútsendingum virðist svo ekki hafa verið. Fín dómgæsla í dag.
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn