Innlent

Þor­gerður styður stofnun leyni­þjónustu

Agnar Már Másson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofn­un leyniþjón­ustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers.

Breska viðskiptablaðið the Economist hefur eftir Þorgerði að aðildarríki Atlantshafsbandalagið beiti Íslandi þrýstingi. 

Í greininni, sem birtist 10. júlí, er fjallað um varnarmál Íslands og einkum Landhelgisgæsluna sem Ísland reiðir sig á í stað hers. Þar segir að Ísland hafi aðeins varið um 0,2 prósentum af vergri landsframleiðslu sinni í varnarmál á undanförnum árum.

Þá kemur fram að Ísland hafi enga leyniþjónustu en haft er eftir Þorgerði að hún styðji stofnun slíkrar.

„Við þurfum að gera meira,“ segir Þorgerður um varnarmál Íslands.

Economist vísar svo til þeirra hugmynda sem Arn­ór Sig­ur­jóns­son varnarmálasérfræðingur hefur viðrað um íslenskan her en hann telur að ríkisstjórnin ætti að bíta í það súra epli og stofna her.

En Þorgerður tekur enga afstöðu til stofnun hers en bendir þó á að Lúxembúrg hafi her þrátt fyrir að vera smáríki. 

„Ég er ekki hrædd við þessa umræðu,“ segir hún þó. „Aðalspurningin er: hvernig verjum vð Ísland?“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×