Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 4. ágúst 2025 07:31 Fulltrúar fimmtán ríkja innan Sameinuðu þjóðanna héldu nýlega ráðstefnu um s.k. tveggja ríkja lausn. Niðurstaða ráðstefnunnar ber nafnið “New York Declaration”. Þar eru skráð loforð 15 ríkja um að „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“, samtímis því að ríkin lýsa „staðföstum stuðningi við tveggja ríkja lausnina“. Það er sögn í því að ríkin ætla „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“. Þetta er ekki stríð, þetta er árás Ísraels og þjóðarmorð. Orðalagið, að nefna þetta stríð en aldrei þjóðarmorð, segir sitt um afstöðu ráðstefnufulltrúanna. Það kemur ekki fram í hverju hið sameiginlega átak mun birtast. Það eru ekki boðaðar neinar refsiaðgerðir gegn árásaraðilanum. Það vekur upp spurningar um tilgang ráðstefnunnar og raunverulegan vilja stjórnvalda þeirra ríkja sem sóttu ráðstefnuna, þ.á.m. Íslands, að það er byrjað á öfugum enda. Það er tilgangslaust að ræða framtíð Palestínu ef frumatriðin eru ekki á hreinu. Fyrsta krafan getur eingöngu verið þessi: AFLÉTTIÐ HERNÁMINU! Hernámið er ólöglegt Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt hernámið ólöglegt og að Ísraelsher eigi að hypja sig af landi Palestínu og að Ísrael greiði skaðabætur fyrir hryðuverkin sem her þess hefur unnið undanfarna áratugi. Það þarf því engar vangaveltur þessara fulltrúa á ráðstefnunni um málefnið, það þarf eingöngu að fylgja alþjóðalögum. Í aðdraganda ráðstefnunnar lýstu nokkur ríkjanna ætlun sinni að viðurkenna ríki Palestínu, sum þó með skilyrðum sem sýna að hugur fylgir vart máli. Ríkin fimmtán skora á Ísrael að „lýsa skýrri opinberri skuldbindingu um tveggja ríkja lausnina, og þar með fullvalda og lífvænlegt palestínskt ríki,“ Lokapunktur áætlunarinnar er: „sjálfstæð, vopnlaus Palestína sem myndi lifa friðsamlega hlið við hlið Ísraels.“ Ekkert er minnst á að afvopna Ísrael, sem er þó augljóslega frumforsenda friðar á því svæði sem Ísrael ræðst reglubundið á með loftárásum og stórskotaliði. Lög Ísraels og stefna stjórnvalda Ráðstefnufulltrúarnir hefðu getað unnið heimavinnuna sína betur eða mætt til fundar með heiðarleikann í farteskinu. Í Ísrael gilda lög sem segja að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis... Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Og í stefnuskrá Likud flokksins, flokks Netanyahu, segir: „réttur gyðingaþjóðarinnar til lands Ísraels er eilífur og óumdeilanlegur ... Júdea og Samaria [Vesturbakkinn] munu því aldrei verða afhentar erlendri stjórn. Í landinu milli hafs og árinnar Jórdan mun eingöngu gilda fullveldi Ísraels“. Sem sagt „from the river to the sea“. Ísrael mun aldrei samþykkja tilvist Palestínuríkis ótilneytt og menn geta rætt „tveggja ríkja lausnina“ í hið óendanlega ef Ísrael nýtur áfram refsileysis líkt og verið hefur í sjö áratugi. Tilgangslaus ráðstefna Ráðstefnan er að sjálfsögðu tilgangslaus þar sem Ísrael og Bandaríkin tóku ekki þátt, ríkin sem eru megingerendur þjóðarmorðsins jafnt á Gaza sem á Vesturbakkanum. Viðbrögð Ísraels voru fyrirsjáanleg. Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi harðlega þau lönd sem tóku þátt í ráðstefnunni og sagði að: „það séu þau ríki í heiminum sem berjast gegn hryðjuverkamönnum og öfgaöflum og svo séu það ríki sem loka augunum eða grípa til friðþægingar (appeasement).“ Enn eitt atriði, sem hindrar að tveggja ríkja lausnin geti náð fram að ganga og sýnir þar með tilgangsleysi ráðstefnunnar, eru landránsbyggðirnar. Um 700.000 ísraelskir landræningjar búa á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem og ætla sér ekki að fara þaðan. Það á meira að segja að bæta Gaza við landránið. Svo lengi sem Ísrael byggir landránsbyggðir á landi Palestínumanna þá er engin lausn í sjónmáli. Niðurstaðan er þessi; Ráðstefna um tveggja ríkja lausnina þjónar engum tilgangi núna, öðrum en þeim að dyggðaskreyta þau stjórnvöld sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. Meginverkefnið Til þess að mögulegt sé að bjarga Gazabúum sem eftir lifa frá hungurdauða og sprengjuárásum verður að stöðva Ísraelsher. Það er herinn sem hindrar mannúðaraðstoð og varpar sprengjum á flóttafólkið. Ísrael er búið að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið. Það sem blasir við er meginverkefnið: Að beita Ísrael STRAX þungum refsiaðgerðum vegna þjóðarmorðsins og glæpa gegn mannkyni. Ef það er ekki gert þá halda morðin áfram og örmagna Gazabúar deyja tugþúsundum saman úr hungri, sjúkdómum og sprengjuregni. Ábyrgðin á framhaldinu er í höndum vestrænna ríkja - og íslensk stjórnvöld eru ekki undanskilin. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar fimmtán ríkja innan Sameinuðu þjóðanna héldu nýlega ráðstefnu um s.k. tveggja ríkja lausn. Niðurstaða ráðstefnunnar ber nafnið “New York Declaration”. Þar eru skráð loforð 15 ríkja um að „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“, samtímis því að ríkin lýsa „staðföstum stuðningi við tveggja ríkja lausnina“. Það er sögn í því að ríkin ætla „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“. Þetta er ekki stríð, þetta er árás Ísraels og þjóðarmorð. Orðalagið, að nefna þetta stríð en aldrei þjóðarmorð, segir sitt um afstöðu ráðstefnufulltrúanna. Það kemur ekki fram í hverju hið sameiginlega átak mun birtast. Það eru ekki boðaðar neinar refsiaðgerðir gegn árásaraðilanum. Það vekur upp spurningar um tilgang ráðstefnunnar og raunverulegan vilja stjórnvalda þeirra ríkja sem sóttu ráðstefnuna, þ.á.m. Íslands, að það er byrjað á öfugum enda. Það er tilgangslaust að ræða framtíð Palestínu ef frumatriðin eru ekki á hreinu. Fyrsta krafan getur eingöngu verið þessi: AFLÉTTIÐ HERNÁMINU! Hernámið er ólöglegt Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt hernámið ólöglegt og að Ísraelsher eigi að hypja sig af landi Palestínu og að Ísrael greiði skaðabætur fyrir hryðuverkin sem her þess hefur unnið undanfarna áratugi. Það þarf því engar vangaveltur þessara fulltrúa á ráðstefnunni um málefnið, það þarf eingöngu að fylgja alþjóðalögum. Í aðdraganda ráðstefnunnar lýstu nokkur ríkjanna ætlun sinni að viðurkenna ríki Palestínu, sum þó með skilyrðum sem sýna að hugur fylgir vart máli. Ríkin fimmtán skora á Ísrael að „lýsa skýrri opinberri skuldbindingu um tveggja ríkja lausnina, og þar með fullvalda og lífvænlegt palestínskt ríki,“ Lokapunktur áætlunarinnar er: „sjálfstæð, vopnlaus Palestína sem myndi lifa friðsamlega hlið við hlið Ísraels.“ Ekkert er minnst á að afvopna Ísrael, sem er þó augljóslega frumforsenda friðar á því svæði sem Ísrael ræðst reglubundið á með loftárásum og stórskotaliði. Lög Ísraels og stefna stjórnvalda Ráðstefnufulltrúarnir hefðu getað unnið heimavinnuna sína betur eða mætt til fundar með heiðarleikann í farteskinu. Í Ísrael gilda lög sem segja að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis... Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Og í stefnuskrá Likud flokksins, flokks Netanyahu, segir: „réttur gyðingaþjóðarinnar til lands Ísraels er eilífur og óumdeilanlegur ... Júdea og Samaria [Vesturbakkinn] munu því aldrei verða afhentar erlendri stjórn. Í landinu milli hafs og árinnar Jórdan mun eingöngu gilda fullveldi Ísraels“. Sem sagt „from the river to the sea“. Ísrael mun aldrei samþykkja tilvist Palestínuríkis ótilneytt og menn geta rætt „tveggja ríkja lausnina“ í hið óendanlega ef Ísrael nýtur áfram refsileysis líkt og verið hefur í sjö áratugi. Tilgangslaus ráðstefna Ráðstefnan er að sjálfsögðu tilgangslaus þar sem Ísrael og Bandaríkin tóku ekki þátt, ríkin sem eru megingerendur þjóðarmorðsins jafnt á Gaza sem á Vesturbakkanum. Viðbrögð Ísraels voru fyrirsjáanleg. Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi harðlega þau lönd sem tóku þátt í ráðstefnunni og sagði að: „það séu þau ríki í heiminum sem berjast gegn hryðjuverkamönnum og öfgaöflum og svo séu það ríki sem loka augunum eða grípa til friðþægingar (appeasement).“ Enn eitt atriði, sem hindrar að tveggja ríkja lausnin geti náð fram að ganga og sýnir þar með tilgangsleysi ráðstefnunnar, eru landránsbyggðirnar. Um 700.000 ísraelskir landræningjar búa á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem og ætla sér ekki að fara þaðan. Það á meira að segja að bæta Gaza við landránið. Svo lengi sem Ísrael byggir landránsbyggðir á landi Palestínumanna þá er engin lausn í sjónmáli. Niðurstaðan er þessi; Ráðstefna um tveggja ríkja lausnina þjónar engum tilgangi núna, öðrum en þeim að dyggðaskreyta þau stjórnvöld sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. Meginverkefnið Til þess að mögulegt sé að bjarga Gazabúum sem eftir lifa frá hungurdauða og sprengjuárásum verður að stöðva Ísraelsher. Það er herinn sem hindrar mannúðaraðstoð og varpar sprengjum á flóttafólkið. Ísrael er búið að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið. Það sem blasir við er meginverkefnið: Að beita Ísrael STRAX þungum refsiaðgerðum vegna þjóðarmorðsins og glæpa gegn mannkyni. Ef það er ekki gert þá halda morðin áfram og örmagna Gazabúar deyja tugþúsundum saman úr hungri, sjúkdómum og sprengjuregni. Ábyrgðin á framhaldinu er í höndum vestrænna ríkja - og íslensk stjórnvöld eru ekki undanskilin. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar