Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 07:33 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. „Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum.
Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira