Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun