Trump-tollarnir hafa tekið gildi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 06:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill meina að önnur ríki hafi komið fram við Bandaríkin á óréttlátan hátt í milliríkjaviðskiptum. Þess vegna hafi hann komið tollunum á. EPA Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. „Það er miðnætti! Milljarðar dala streyma nú til Bandaríkjanna vegna tollanna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social fáeinum mínútum áður en fresturinn til samninga rann út á miðnætti. Bandaríkjastjórn birti í síðustu viku uppfærðan lista með verndartollum á vörum frá ríkjum heims sem myndi taka gildi ef ekki myndi nást samkomulag um milliríkjaviðskipti við Bandaríkin fyrir 7. ágúst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsetinn hafi nú einnig tilkynnt um fimmtíu prósenta toll á vörum frá Indlandi, frá og með 27. ágúst, hætti indversk stjórnvöld ekki að kaupa olíu frá Rússlandi. Þá hefur Trump hótað að setja á 100 prósenta toll á erlendar tölvuflögur, en hann hefur þrýst á bandarísk tæknifyrirtæki að fjárfesta í auknum mæli í Bandaríkjunum. Forstjóri tæknirisans Apple greindi frá því í gær – á fréttamannafundi í Hvíta húsinu að Trump viðstöddum – að fyrirtækið ætli sér að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum um 100 milljarða Bandaríkjadala. Til að jafna leikinn Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verndartollarnir ná til hafa reynt að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn síðustu vikurnar til að ná fram lækkun eða sleppa alveg við það sem Trump hefur kallað „gagnkvæma tolla“. Forsetinn vill meina að önnur ríki hafi á síðustu áratugum komið fram við Bandaríkin með óréttlátum hætti í viðskiptum og að nauðsynlegt sé að jafna leikinn. Nokkur ríki hafa þegar náð samkomulagi við Bandaríkin, þar með talið Bretland, Japan og Suður-Kórea. Evrópusambandið hefur sömuleiðis náð samkomulagi um ramma sem felur í sér 15 prósenta toll á vörum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í gær. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Forsætisráðherra sagði breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins væru að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því væri ljóst að mikið sé undir. Lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
„Það er miðnætti! Milljarðar dala streyma nú til Bandaríkjanna vegna tollanna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social fáeinum mínútum áður en fresturinn til samninga rann út á miðnætti. Bandaríkjastjórn birti í síðustu viku uppfærðan lista með verndartollum á vörum frá ríkjum heims sem myndi taka gildi ef ekki myndi nást samkomulag um milliríkjaviðskipti við Bandaríkin fyrir 7. ágúst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsetinn hafi nú einnig tilkynnt um fimmtíu prósenta toll á vörum frá Indlandi, frá og með 27. ágúst, hætti indversk stjórnvöld ekki að kaupa olíu frá Rússlandi. Þá hefur Trump hótað að setja á 100 prósenta toll á erlendar tölvuflögur, en hann hefur þrýst á bandarísk tæknifyrirtæki að fjárfesta í auknum mæli í Bandaríkjunum. Forstjóri tæknirisans Apple greindi frá því í gær – á fréttamannafundi í Hvíta húsinu að Trump viðstöddum – að fyrirtækið ætli sér að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum um 100 milljarða Bandaríkjadala. Til að jafna leikinn Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verndartollarnir ná til hafa reynt að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn síðustu vikurnar til að ná fram lækkun eða sleppa alveg við það sem Trump hefur kallað „gagnkvæma tolla“. Forsetinn vill meina að önnur ríki hafi á síðustu áratugum komið fram við Bandaríkin með óréttlátum hætti í viðskiptum og að nauðsynlegt sé að jafna leikinn. Nokkur ríki hafa þegar náð samkomulagi við Bandaríkin, þar með talið Bretland, Japan og Suður-Kórea. Evrópusambandið hefur sömuleiðis náð samkomulagi um ramma sem felur í sér 15 prósenta toll á vörum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í gær. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Forsætisráðherra sagði breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins væru að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því væri ljóst að mikið sé undir. Lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent