„Það fer enginn lífvörður út í“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 21:08 Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sýn/Sigurjón Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur. Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur.
Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira