Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 10:42 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, (t.h.) með Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, (t.v.) í Berlín í maí. Þeir hittast aftur í þýsku höfuðborginni í dag. AP/Markus Schreiber Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira