Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 07:00 Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun