Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2025 10:28 Lögregluþjónar í þingsal í Texas í gær. Þeir hafa fylgt þingmönnum Demókrataflokksins eftir. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna. Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira