Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2025 09:01 Guðmundur Ingi segir vissulega áskoranir innan menntakerfisins en það megi þó ekki gleyma því að flestum börnum líði vel og gengur vel. Bylgjan Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á. Guðmundur Ingi fór yfir stöðuna og það sem fram undan er í menntakerfinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til þess að takast á við þessi verkefni verði að þróa tæki og tól og eitt slíkra tóla verði tekið í tekið í notkun í dag. Nýr matsferill sem á að koma í stað samræmdra prófa. Það sé búið að prófa hann í 26 skólum víða um land, til dæmis í Kópavogi og Vestmannaeyjum, og það hafi gengið vel. „Núna erum við að fá matskerfi sem fylgir barninu,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig sé til dæmis skráð inn í kerfið ef barnið hefur þurft á aðstoð talmeinafræðings að halda og hvers vegna, ef barnið er lesblint og hvaða aðstoð það þarf vegna þess. Flytji barnið sig um skóla fylgir matsferillinn barninu og sömuleiðis á aðstoðin að gera það. Guðmundur Ingi segir að hans mati eigi að taka menntakerfið úr pólitísku þrasi og hann sé að reyna að gera það sjálfur. „Að detta í pólitískar grafir og kenna hinum eða þessum af hverju þetta er svona.“ Hann segir það vilja stjórnvalda að meira samræmi sé innan skólakerfisins og þess vegna sé til dæmis verið að opna nýjan gagnagrunn námsefnis sem verður hýstur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, MMS. Þá segir Guðmundur Ingi einnig á stefnu stjórnvalda að efla verknám. Það eigi að byggja við fjóra verknámsskóla á landsbyggðinni, á Suðurnesjum, Sauðárkróki, Akureyri og Ísafirði. „Þetta er búið að bíða í tvö, þrjú, fjögur ár. Þetta er allt að fara af stað. Það er alltaf verið að tala um að efla verknám,“ segir Guðmundur Ingi sem sjálfur er menntaður í verknámi. Öll börn eigi rétt á menntun við hæfi Hann þekki umhverfið og vilji gefa öllum tækifæri til að mennta börnin sín. Öll börn hafi einhverja styrkleika og það sé hans vilji að öll börn hafi jöfn tækifæri. Það séu ekki öll börn góð í lestri heldur vilji frekar smíða eða klippa hár. Guðmundur Ingi segir ekki heldur gagnlegt að rífast um einkunnakerfi aðeins vegna þess að það er ekki það sama og var notað þegar foreldrar barna voru í skóla. Hann segir útskýringar á einkunnakerfinu til og þess vegna sé verið að leggja áherslu á að upplýsingar um það, og annað sem snertir skólakerfið, séu allar á sama stað, hjá MMS. Skilji kennarar eða foreldrar ekki hvað sé að baki einkunnagjöfinni verði þeir að geta sest niður með kennara til að fá nánari útskýringar. Í matsferlinum sé gert ráð fyrir því að börn taki samræmd próf í 4., 7. og 9. bekk. Skilningur á bókstöfum ekki risavandamál Guðmundur Ingi segist ekki telja það „risavandamál“ innan skólakerfisins að kennarar geti ekki fundið út úr einkunnagjöf, það sé vandamál, en það séu stærri vandamál, eins og lesskilningur drengja. „Mér finnst það áhyggjuefni þegar stúlkur eru 75 prósent í háskóla og drengir 25 prósent.“ Hvað varðar áhyggjur OECD af menntakerfinu á Íslandi segir Guðmundur Ingi að þau stjórnvöld séu núna komin með tæki og tól til að takast á við þær áhyggjur sem yfirmaður menntamála hjá stofnuninni lýsti í vor. Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar sagði í mars íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum. „Við erum að setja á samræmd próf, í nútímanum,“ segir Guðmundur Ingi og að hans von sé að strax næsta vor verði hægt að sjá breytingar hjá nemendum í íslenskum skólum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Guðmundur Ingi fór yfir stöðuna og það sem fram undan er í menntakerfinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til þess að takast á við þessi verkefni verði að þróa tæki og tól og eitt slíkra tóla verði tekið í tekið í notkun í dag. Nýr matsferill sem á að koma í stað samræmdra prófa. Það sé búið að prófa hann í 26 skólum víða um land, til dæmis í Kópavogi og Vestmannaeyjum, og það hafi gengið vel. „Núna erum við að fá matskerfi sem fylgir barninu,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig sé til dæmis skráð inn í kerfið ef barnið hefur þurft á aðstoð talmeinafræðings að halda og hvers vegna, ef barnið er lesblint og hvaða aðstoð það þarf vegna þess. Flytji barnið sig um skóla fylgir matsferillinn barninu og sömuleiðis á aðstoðin að gera það. Guðmundur Ingi segir að hans mati eigi að taka menntakerfið úr pólitísku þrasi og hann sé að reyna að gera það sjálfur. „Að detta í pólitískar grafir og kenna hinum eða þessum af hverju þetta er svona.“ Hann segir það vilja stjórnvalda að meira samræmi sé innan skólakerfisins og þess vegna sé til dæmis verið að opna nýjan gagnagrunn námsefnis sem verður hýstur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, MMS. Þá segir Guðmundur Ingi einnig á stefnu stjórnvalda að efla verknám. Það eigi að byggja við fjóra verknámsskóla á landsbyggðinni, á Suðurnesjum, Sauðárkróki, Akureyri og Ísafirði. „Þetta er búið að bíða í tvö, þrjú, fjögur ár. Þetta er allt að fara af stað. Það er alltaf verið að tala um að efla verknám,“ segir Guðmundur Ingi sem sjálfur er menntaður í verknámi. Öll börn eigi rétt á menntun við hæfi Hann þekki umhverfið og vilji gefa öllum tækifæri til að mennta börnin sín. Öll börn hafi einhverja styrkleika og það sé hans vilji að öll börn hafi jöfn tækifæri. Það séu ekki öll börn góð í lestri heldur vilji frekar smíða eða klippa hár. Guðmundur Ingi segir ekki heldur gagnlegt að rífast um einkunnakerfi aðeins vegna þess að það er ekki það sama og var notað þegar foreldrar barna voru í skóla. Hann segir útskýringar á einkunnakerfinu til og þess vegna sé verið að leggja áherslu á að upplýsingar um það, og annað sem snertir skólakerfið, séu allar á sama stað, hjá MMS. Skilji kennarar eða foreldrar ekki hvað sé að baki einkunnagjöfinni verði þeir að geta sest niður með kennara til að fá nánari útskýringar. Í matsferlinum sé gert ráð fyrir því að börn taki samræmd próf í 4., 7. og 9. bekk. Skilningur á bókstöfum ekki risavandamál Guðmundur Ingi segist ekki telja það „risavandamál“ innan skólakerfisins að kennarar geti ekki fundið út úr einkunnagjöf, það sé vandamál, en það séu stærri vandamál, eins og lesskilningur drengja. „Mér finnst það áhyggjuefni þegar stúlkur eru 75 prósent í háskóla og drengir 25 prósent.“ Hvað varðar áhyggjur OECD af menntakerfinu á Íslandi segir Guðmundur Ingi að þau stjórnvöld séu núna komin með tæki og tól til að takast á við þær áhyggjur sem yfirmaður menntamála hjá stofnuninni lýsti í vor. Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar sagði í mars íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum. „Við erum að setja á samræmd próf, í nútímanum,“ segir Guðmundur Ingi og að hans von sé að strax næsta vor verði hægt að sjá breytingar hjá nemendum í íslenskum skólum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira