Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2025 11:02 Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Stafræn þróun Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun