„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2025 19:32 Pósturinn með frá og með mánudeginum ekki sinna vörusendingum til Bandaríkjanna. vísir/ernir Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“ Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“
Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira