„Hefði viljað þriðja markið“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:37 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink “Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag. „Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“ KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sjá meira
„Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“
KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sjá meira