Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2025 07:00 Björn Berg Gunnarsson fagnar umræðunni um sparnað. Vísir/Vilhelm 32 ára karl spyr: Geturðu talað um heimilisbókhald (for dummies)? Hvernig heldur maður utan um heimilisfjárhaginn án þess að gera það yfirþyrmandi? Heimilislífið er þannig: 2 fullorðnir og 2 leikskólabörn, íbúð í eigu, margir reikningar sem skiptast tilviljunarkennt á milli. Matarinnkaup og annar rekstur. Markmið: Ferðalög, húsgögn, greiða niður skuldir. Bara þetta týpíska fjölskyldulíf. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Endilega. Heimilisbókhaldið er besti vinur okkar þegar við ætlum að freista þess að hafa það betra fjárhagslega. Það getur virst bæði yfirþyrmandi og flókið, en þarf ekki að vera svo erfitt ef við förum rétt að því. Hver eru markmiðin? Áður en haldið er af stað er mjög mikilvægt að þið séuð bæði á sömu blaðsíðu. Það er ekki nóg að vera sammála um að halda heimilisbókhald, þið þurfið að vilja sömu útkomuna. Því skuluð þið setja ykkur sameiginleg markmið og þau mega bæði vera almenn og nákvæm. Dæmi um almenn markmið er að þið viljið hætta að hafa hnút í maganum vegna peninga um hver mánaðamót, vinna í átt að því að geta komið ykkur í stærra húsnæði eða að hætta alfarið að taka neyslulán. Nákvæm, töluleg markmið gætu t.d. verið að verða að fullu skuldlaus fyrir fimmtugt og geta farið í eina sólarlandaferð á ári, sem kosta má fyrirfram ákveðna fjárhæð. Treystu mér, til að þetta gangi hjá ykkur þurfið þið bæði að vera sammála um markmiðin og virkilega vilja að þau náist. Hvar byrjum við? Það eru ýmsar leiðir færar við að halda heimilisbókhald og enginn skortur af dæmum og aðstoð á vefnum. Ég mæli þó með því að byrjað sé með gamla laginu. Nú skuluð þið setjast upp í sófa, með blað og penna, þegar börnin eru sofnuð. Það má poppa og blanda malti í appelsín. Lykilatriði er að þið nennið þessu og hafið frið í amk. hálftíma. Annað ykkar er ritari, en markmið kvöldsins verður að hefja vinnuna við að rissa upp myndrænan vísi að heimilisbókhaldi. Þið teiknið nokkra reiti á blaðið og fyllið inn í þá samhliða því sem þið ræðið málin. Þið færið inn í reitina fjárhæð sem þið eruð sammála um að reyna við. Dæmi um slíka reiti gætu verið: Fastur kostnaður: Tryggingar, opinber gjöld, lyfjakostnaður, hiti, vatn, rafmagn, greiðslur af lánum... - x kr. á mánuði Reglulegur sparnaður: Jólin – 10.000 kr. á mánuði, viðhald á húsnæði – 15.000 kr. á mánuði, endurnýjun á bíl – 30.000 kr. á mánuði, ferðalög – 25.000 kr. á mánuði... Matur og hreinlætisvörur: 180.000 kr. á mánuði Skemmtanir og afþreying: Áskriftir að fjölmiðlum, út að borða, leikhús, bíó, tónlist, bækur, líkamsrækt... - 50.000 kr. á mánuði Önnur útjöld hvors um sig: Föt, skór, klipping, snyrtivörur... – 2 x 25.000 kr. á mánuði Ekki fylla inn í það sem ég hef hér skrifað niður heldur útbúðu þína eigin reiti, sem henta þínum heimilisrekstri. Hafðu í huga að fjárhagslegt átak er ekki ósvipað líkamlegu átaki. Það endist ekki ef þú ert að pína þig og best er það sérsniðið. Því er gott að passa sérstaklega vel upp á að fara ekki að borða vondan mat og að daglegt líf verði ekki leiðinlegt. Allt annað á þó að vera uppi á borðum. Gulrótin Hvaða fjárhæð kemur út úr þessari vinnu? Hvað skilur hún eftir ef hún er dregin frá heildartekjum heimilisins? Mismunurinn gæti verið talsvert meiri en raunin hefur verið undanfarna mánuði, en það er oft afraksturinn af gerð heimilisbókhalds. En það er ekki nóg að vita þá tölu. Nú færið þið hana inn í lánareiknivél og sjáið hvað það getur búið til að greiða aukalega inn á lánin, eða í sparnaðarreiknivél og sjáið fjárhæðina vaxa. Þetta ætti að færa ykkur gulrótina til að vilja láta bókhaldið ganga upp. Hvernig útfærum við svo heimilisreksturinn? Nú er komið að því að útfæra smáatriðin. Þið útbúið matseðil fyrir vikuna (eða mánuðinn) og sjáið til þess að markmið ykkar um matarútgjöld séu raunhæf. Vandlega gangið þið frá öðrum reitum með sama hætti og þetta getið þið loks fært inn í þar til gert skjal eða forrit. Dæmi um gagnlegt forrit er Meniga og þá býður Umboðsmaður skuldara upp á gott excel skjal á íslensku þar sem færa má heimilisbókhald. Í sameiningu sjáið þið svo til þess að bókhaldið standist. Þið skiptið með ykkur verkum í innkaupum og greiðslu reikninga, styðjið hvort annað og verið dugleg við að endurmeta fjárhagsáætlunina, en slíkt getur verið nauðsynlegt fyrstu mánuðina. Ekki gefast upp, gerið frekar nauðsynlegar breytingar ef illa gengur. Loks skuluð þið ákveða fyrirfram hvað gera skal ef árangurinn verður enn betri en þið áætlið. Verður það sem umfram er greitt inn á lánið? Eða lagt í ferðasjóð, sparnað fyrir börnin eða jafnvel langþráðar endurbætur á baðherberginu? Er þetta nokkuð yfirþyrmandi? Ég lofa þér að þetta mun ganga vel ef þið verðið samstíga, undirbúið ykkur vel og gefið ykkur nauðsynlegan tíma.Það er óvissan og hnúturinn í maganum vegna skipulagsleysis sem er yfirþyrmandi, en vel útfært heimilisbókhald er það síður en svo. Það auðveldar ykkur að skipuleggja framtíðina, gefur stórbætta yfirsýn yfir stöðuna í dag, dregur úr óvissu í heimilisrekstrinum og bætir fjárhag ykkar til skemmri og lengri tíma. Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Tengdar fréttir Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? 45 ára kona spyr: Sæll Björn. Við hjónin erum 45 ára og 55 ára og langar að geta bæði hætt að vinna eftir 10-15 ár. En við vitum ekki hvernig við reiknum út hvað við þurfum að eiga mikið til að það sé raunhæft. 20. ágúst 2025 07:02 Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Spurning barst frá þrjátíu og tveggja ára karlmanni: 28. júlí 2025 07:00 Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótarlífeyrissparnað? Spurning barst frá sextíu og fimm ára konu: 15. júlí 2025 07:01 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Heimilislífið er þannig: 2 fullorðnir og 2 leikskólabörn, íbúð í eigu, margir reikningar sem skiptast tilviljunarkennt á milli. Matarinnkaup og annar rekstur. Markmið: Ferðalög, húsgögn, greiða niður skuldir. Bara þetta týpíska fjölskyldulíf. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Endilega. Heimilisbókhaldið er besti vinur okkar þegar við ætlum að freista þess að hafa það betra fjárhagslega. Það getur virst bæði yfirþyrmandi og flókið, en þarf ekki að vera svo erfitt ef við förum rétt að því. Hver eru markmiðin? Áður en haldið er af stað er mjög mikilvægt að þið séuð bæði á sömu blaðsíðu. Það er ekki nóg að vera sammála um að halda heimilisbókhald, þið þurfið að vilja sömu útkomuna. Því skuluð þið setja ykkur sameiginleg markmið og þau mega bæði vera almenn og nákvæm. Dæmi um almenn markmið er að þið viljið hætta að hafa hnút í maganum vegna peninga um hver mánaðamót, vinna í átt að því að geta komið ykkur í stærra húsnæði eða að hætta alfarið að taka neyslulán. Nákvæm, töluleg markmið gætu t.d. verið að verða að fullu skuldlaus fyrir fimmtugt og geta farið í eina sólarlandaferð á ári, sem kosta má fyrirfram ákveðna fjárhæð. Treystu mér, til að þetta gangi hjá ykkur þurfið þið bæði að vera sammála um markmiðin og virkilega vilja að þau náist. Hvar byrjum við? Það eru ýmsar leiðir færar við að halda heimilisbókhald og enginn skortur af dæmum og aðstoð á vefnum. Ég mæli þó með því að byrjað sé með gamla laginu. Nú skuluð þið setjast upp í sófa, með blað og penna, þegar börnin eru sofnuð. Það má poppa og blanda malti í appelsín. Lykilatriði er að þið nennið þessu og hafið frið í amk. hálftíma. Annað ykkar er ritari, en markmið kvöldsins verður að hefja vinnuna við að rissa upp myndrænan vísi að heimilisbókhaldi. Þið teiknið nokkra reiti á blaðið og fyllið inn í þá samhliða því sem þið ræðið málin. Þið færið inn í reitina fjárhæð sem þið eruð sammála um að reyna við. Dæmi um slíka reiti gætu verið: Fastur kostnaður: Tryggingar, opinber gjöld, lyfjakostnaður, hiti, vatn, rafmagn, greiðslur af lánum... - x kr. á mánuði Reglulegur sparnaður: Jólin – 10.000 kr. á mánuði, viðhald á húsnæði – 15.000 kr. á mánuði, endurnýjun á bíl – 30.000 kr. á mánuði, ferðalög – 25.000 kr. á mánuði... Matur og hreinlætisvörur: 180.000 kr. á mánuði Skemmtanir og afþreying: Áskriftir að fjölmiðlum, út að borða, leikhús, bíó, tónlist, bækur, líkamsrækt... - 50.000 kr. á mánuði Önnur útjöld hvors um sig: Föt, skór, klipping, snyrtivörur... – 2 x 25.000 kr. á mánuði Ekki fylla inn í það sem ég hef hér skrifað niður heldur útbúðu þína eigin reiti, sem henta þínum heimilisrekstri. Hafðu í huga að fjárhagslegt átak er ekki ósvipað líkamlegu átaki. Það endist ekki ef þú ert að pína þig og best er það sérsniðið. Því er gott að passa sérstaklega vel upp á að fara ekki að borða vondan mat og að daglegt líf verði ekki leiðinlegt. Allt annað á þó að vera uppi á borðum. Gulrótin Hvaða fjárhæð kemur út úr þessari vinnu? Hvað skilur hún eftir ef hún er dregin frá heildartekjum heimilisins? Mismunurinn gæti verið talsvert meiri en raunin hefur verið undanfarna mánuði, en það er oft afraksturinn af gerð heimilisbókhalds. En það er ekki nóg að vita þá tölu. Nú færið þið hana inn í lánareiknivél og sjáið hvað það getur búið til að greiða aukalega inn á lánin, eða í sparnaðarreiknivél og sjáið fjárhæðina vaxa. Þetta ætti að færa ykkur gulrótina til að vilja láta bókhaldið ganga upp. Hvernig útfærum við svo heimilisreksturinn? Nú er komið að því að útfæra smáatriðin. Þið útbúið matseðil fyrir vikuna (eða mánuðinn) og sjáið til þess að markmið ykkar um matarútgjöld séu raunhæf. Vandlega gangið þið frá öðrum reitum með sama hætti og þetta getið þið loks fært inn í þar til gert skjal eða forrit. Dæmi um gagnlegt forrit er Meniga og þá býður Umboðsmaður skuldara upp á gott excel skjal á íslensku þar sem færa má heimilisbókhald. Í sameiningu sjáið þið svo til þess að bókhaldið standist. Þið skiptið með ykkur verkum í innkaupum og greiðslu reikninga, styðjið hvort annað og verið dugleg við að endurmeta fjárhagsáætlunina, en slíkt getur verið nauðsynlegt fyrstu mánuðina. Ekki gefast upp, gerið frekar nauðsynlegar breytingar ef illa gengur. Loks skuluð þið ákveða fyrirfram hvað gera skal ef árangurinn verður enn betri en þið áætlið. Verður það sem umfram er greitt inn á lánið? Eða lagt í ferðasjóð, sparnað fyrir börnin eða jafnvel langþráðar endurbætur á baðherberginu? Er þetta nokkuð yfirþyrmandi? Ég lofa þér að þetta mun ganga vel ef þið verðið samstíga, undirbúið ykkur vel og gefið ykkur nauðsynlegan tíma.Það er óvissan og hnúturinn í maganum vegna skipulagsleysis sem er yfirþyrmandi, en vel útfært heimilisbókhald er það síður en svo. Það auðveldar ykkur að skipuleggja framtíðina, gefur stórbætta yfirsýn yfir stöðuna í dag, dregur úr óvissu í heimilisrekstrinum og bætir fjárhag ykkar til skemmri og lengri tíma.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Tengdar fréttir Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? 45 ára kona spyr: Sæll Björn. Við hjónin erum 45 ára og 55 ára og langar að geta bæði hætt að vinna eftir 10-15 ár. En við vitum ekki hvernig við reiknum út hvað við þurfum að eiga mikið til að það sé raunhæft. 20. ágúst 2025 07:02 Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Spurning barst frá þrjátíu og tveggja ára karlmanni: 28. júlí 2025 07:00 Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótarlífeyrissparnað? Spurning barst frá sextíu og fimm ára konu: 15. júlí 2025 07:01 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? 45 ára kona spyr: Sæll Björn. Við hjónin erum 45 ára og 55 ára og langar að geta bæði hætt að vinna eftir 10-15 ár. En við vitum ekki hvernig við reiknum út hvað við þurfum að eiga mikið til að það sé raunhæft. 20. ágúst 2025 07:02
Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Spurning barst frá þrjátíu og tveggja ára karlmanni: 28. júlí 2025 07:00
Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótarlífeyrissparnað? Spurning barst frá sextíu og fimm ára konu: 15. júlí 2025 07:01