Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 07:30 Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun