Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar 26. ágúst 2025 11:31 Nú hillir loks undir það að Íslendingar auki orkuframleiðslu, þökk sé samhentri ríkisstjórn sem hefur markað um það skýra stefnu. Umræðan um aukna orkuframleiðslu hér á landi er mikil en meirihluti landsmanna virðist átta sig á mikilvægi þess að afla frekari orku fyrir sístækkandi þjóðfélag. Aðrir vilja hins vegar ekki ræða neinar slíkar fyrirætlanir. Mótrök koma oft frá náttúrverndarsinnum sem vilja ekki breytingar á náttúru en það út af fyrir sig er bæði skiljanlegt og einkennilegt því ef ekki fæst orka í orkuskiptaverkefni þá er líklegt að loftslagsbreytingar leiði til mestu breytinga á náttúru sem orðið hafa á síðari tímum. Vegna þessarar umræðu er fróðlegt að benda á stöðuna í öðrum löndum þar sem langt hlé hefur verið tekið í að afla nýrrar orku. Þekktasta dæmið, sem hagfræðingar vitna enn í, er þegar Suður-Afríka hætti að afla nýrrar orku um 1995 og gerði fátt í þeim málum fyrr en 15-20 árum síðar. Þetta er svipuð tímalengd og þær tafir í orkuöflun sem átt hafa sér stað hér á landi. Hagfræðingar hafa ítarlega rannsakað áhrif þess á Suður-Afríku að tefja öflun nýrrar orku fyrir þjóðfélagið. Flestir þeirra virðast vera nokkuð sammála um áhrifin sem urðu á efnahag landsins og eru þessir punktar helst nefndir (heimildir aftast): Verulegur samdráttur varð á hagvexti, um 1-2% á ári, yfir langt tímabil, vegna skorts á orku. Seðlabanki Suður-Afríku hefur langoftast nefnt skort á orku sem aðalástæðuna fyrir lágum hagvexti í landinu, undanfarin 20 ár. Erlend fjárfesting (FDI) í landinu dróst mikið saman yfir þetta tímabil, þegar lítið var um nýja orkuöflun. Almennir fjárfestar og alþjóðlegir innviðafjárfestar hafa í um 20 ár haldið að sér höndum af því að ríkisstjórn Suður-Afríku hefur ekki náð að tryggja næga orkuöflun. Nokkur af stærstu fyrirtækjum Suður-Afríku drógu verulega úr eða hættu starfsemi og fluttu hana annað. Þetta jók atvinnuleysi, einkum í þeim helstu geirum landsins sem háðir voru orku: í námuvinnslu, framleiðslgeirum og í þungaiðnaði þar sem algengt var að tilkynnt væri um samdrátt. Þetta lækkaði einnig útflutningstekjur landsins. Bara námuiðnaður landsins, einn og sér, tilkynnti að skortur á orku hefði kostað milljarða dollara í tapaðar tekjur. Mörg fyrirtæki þurftu að fjárfesta í rafstöðvum til að geta haldið starfsemi sinni áfram en þá með mun hærri kostnaði sem velt var út í samfélagið með tilheyrandi hækkun á verðbólgu og aukinni mengun. Nú viljum við öll sem búum á Íslandi að lífskjör séu góð. Engu að síður virðast margir ekki tengja þetta tvennt saman, að næg orka sé einn lykillinn að velmegun. Telja jafnvel að hægt sé að ákveða orkuframleiðslu út frá persónubundnu fegurðarmati á náttúru. Takmörkuð skynsemi í fólgin í því að ákveða orkuöflun út frá náttúrufegurðarsmekk. Oft heyrist: „Mér finnst ekki eins fallegt að horfa á náttúru landsins ef virkjun sést í landslaginu.“ En hvað finnst sama einstaklingi ef hagvöxtur lækkar, atvinnutækifærum fækkar og verðbólga eykst? Muna einhverjir eftir 18. nóvember 2020? Þá ákvað Seðlabanki Íslands að lækka stýrivexti frá 1% niður í 0,75%. Já, við lifðum eitt sinn skárri vaxtatíma á Íslandi en nú eru þessir sömu vextir tífalt hærri, eða 7,5%. Auðvitað ýta margir þættir undir hækkandi vexti en allar líkur eru að andstaða gegn frekari orkuframleiðslu sé einn af þeim þáttum sem ýtir undir háa vexti. Önnur algeng setning sem sögð er í umræðu um orkumál er að hér sé enginn skortur á orku því hér sé framleitt mikið magn af orku á höfðatölu. Þetta er einföld mynd því við verðum að skoða hvað er til að lausri orku, ekki hvað er til af orku sem bundin er í samningum, oft langt fram í tímann. Við getum ekki sagt upp samningum, þeir verða að gilda ef Ísland vill viðhalda ágætu orðspori á erlendri grund. Stóriðjan á Íslandi hefur stundum fengið ómaklega gagnrýni en það er eins og að margir séu búnir að gleyma því hve gott það var fyrir ýmis byggðarlög að fá þennan atvinnurekstur í sitt heimahérað með margvíslegum ávinningi honum fylgdi. Og þegar lítið orkumagn losnar þá hrópa margir og segja að nú sé næg orka laus en hafa þá ekki reiknað hvað þarf mikið heildarmagn af raforku til að klára orkuskipti. Það er skiljanlegt að fólk velti fyrir sér umhverfisspori og amist við því ef mikið magn af CO2 er losað í andrúmsloft. Það er verkefni okkar allra, að lágmarka þessa losun. Í undirbúningi eru verkefni sem geta fangað losun frá stóriðjunni þannig að koltvísýringurinn sé notaður sem afurð til umhverfisvænnar iðnaðaruppbyggingar og fari þar með ekki lengur í andrúmsloftið. „Föngun og hagnýting“ er það kallað, eða CCU (Carbon Capture and Utilization) og er stórt tækifæri í atvinnuuppbyggingu fyrir okkur Íslendinga. Sem dæmi um slíka uppbyggingu er í undirbúningi að fanga koltvísýring frá stóriðjunni og nota hann til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem dugar á íslenska fiskiskipaflotann sem gæti þá siglt um á umhverfisvænu eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Það myndi fasa út 500.000 tonn af jarðefnaeldsneyti sem ekki þyrfti lengur að flytja inn til landsins með tilheyrandi ábata fyrir viðskiptajöfnuð. Þessi uppspretta af koltvísýringi, sem við höfum vegna stóriðjunnar hér á landi, getur gert Íslandi kleyft að verða fyrsta landið í hinum vestræna heimi til að kolefnisjafna sig að fullu og ná fullum orkuskiptum. Við erum því í stórkostlegri stöðu, höfum öll spil á hendi og með aukinni áherslu á atvinnuuppbyggingu í þessa átt þá mun Ísland ná að útfasa jarðefnaeldsneyti. Meirihluti landsmanna virðist sem betur fer vera sáttur við aukna umhverfisvæna orkuöflun í náttúru Íslands. Þeir sem enn finna að grænni orkuöflun gætu t.d. rætt við erlenda ferðamenn sem aka um hið glæsilega Búrfells-svæði, þar sem Landsvirkjun hefur unnið einstakt afrek í því að setja mikilvæga orkuöflun þjóðar með afar smekklegum hætti inn í hið fagra íslenska landslag. Gestum okkar finnst þetta einstaklega fagurt og til mikillar fyrirmyndar. Umhverfisvænar virkjanir eru nefnilega ávísun á áframhaldandi velmegun okkar þjóðar. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Heimildir: Journal of Economics and Political Economy – Impact of loadshedding in South Africa: A CGE analysis (hlekkur) South African Reserve Bank – Occasional Bulletin of Economic Notes OBEN/23/01 (hlekkur) World Bank Group – South Africa: World Bank Backs Reforms to Advance Energy Security and Low Carbon Transition (hlekkur) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Hallgrímur Óskarsson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú hillir loks undir það að Íslendingar auki orkuframleiðslu, þökk sé samhentri ríkisstjórn sem hefur markað um það skýra stefnu. Umræðan um aukna orkuframleiðslu hér á landi er mikil en meirihluti landsmanna virðist átta sig á mikilvægi þess að afla frekari orku fyrir sístækkandi þjóðfélag. Aðrir vilja hins vegar ekki ræða neinar slíkar fyrirætlanir. Mótrök koma oft frá náttúrverndarsinnum sem vilja ekki breytingar á náttúru en það út af fyrir sig er bæði skiljanlegt og einkennilegt því ef ekki fæst orka í orkuskiptaverkefni þá er líklegt að loftslagsbreytingar leiði til mestu breytinga á náttúru sem orðið hafa á síðari tímum. Vegna þessarar umræðu er fróðlegt að benda á stöðuna í öðrum löndum þar sem langt hlé hefur verið tekið í að afla nýrrar orku. Þekktasta dæmið, sem hagfræðingar vitna enn í, er þegar Suður-Afríka hætti að afla nýrrar orku um 1995 og gerði fátt í þeim málum fyrr en 15-20 árum síðar. Þetta er svipuð tímalengd og þær tafir í orkuöflun sem átt hafa sér stað hér á landi. Hagfræðingar hafa ítarlega rannsakað áhrif þess á Suður-Afríku að tefja öflun nýrrar orku fyrir þjóðfélagið. Flestir þeirra virðast vera nokkuð sammála um áhrifin sem urðu á efnahag landsins og eru þessir punktar helst nefndir (heimildir aftast): Verulegur samdráttur varð á hagvexti, um 1-2% á ári, yfir langt tímabil, vegna skorts á orku. Seðlabanki Suður-Afríku hefur langoftast nefnt skort á orku sem aðalástæðuna fyrir lágum hagvexti í landinu, undanfarin 20 ár. Erlend fjárfesting (FDI) í landinu dróst mikið saman yfir þetta tímabil, þegar lítið var um nýja orkuöflun. Almennir fjárfestar og alþjóðlegir innviðafjárfestar hafa í um 20 ár haldið að sér höndum af því að ríkisstjórn Suður-Afríku hefur ekki náð að tryggja næga orkuöflun. Nokkur af stærstu fyrirtækjum Suður-Afríku drógu verulega úr eða hættu starfsemi og fluttu hana annað. Þetta jók atvinnuleysi, einkum í þeim helstu geirum landsins sem háðir voru orku: í námuvinnslu, framleiðslgeirum og í þungaiðnaði þar sem algengt var að tilkynnt væri um samdrátt. Þetta lækkaði einnig útflutningstekjur landsins. Bara námuiðnaður landsins, einn og sér, tilkynnti að skortur á orku hefði kostað milljarða dollara í tapaðar tekjur. Mörg fyrirtæki þurftu að fjárfesta í rafstöðvum til að geta haldið starfsemi sinni áfram en þá með mun hærri kostnaði sem velt var út í samfélagið með tilheyrandi hækkun á verðbólgu og aukinni mengun. Nú viljum við öll sem búum á Íslandi að lífskjör séu góð. Engu að síður virðast margir ekki tengja þetta tvennt saman, að næg orka sé einn lykillinn að velmegun. Telja jafnvel að hægt sé að ákveða orkuframleiðslu út frá persónubundnu fegurðarmati á náttúru. Takmörkuð skynsemi í fólgin í því að ákveða orkuöflun út frá náttúrufegurðarsmekk. Oft heyrist: „Mér finnst ekki eins fallegt að horfa á náttúru landsins ef virkjun sést í landslaginu.“ En hvað finnst sama einstaklingi ef hagvöxtur lækkar, atvinnutækifærum fækkar og verðbólga eykst? Muna einhverjir eftir 18. nóvember 2020? Þá ákvað Seðlabanki Íslands að lækka stýrivexti frá 1% niður í 0,75%. Já, við lifðum eitt sinn skárri vaxtatíma á Íslandi en nú eru þessir sömu vextir tífalt hærri, eða 7,5%. Auðvitað ýta margir þættir undir hækkandi vexti en allar líkur eru að andstaða gegn frekari orkuframleiðslu sé einn af þeim þáttum sem ýtir undir háa vexti. Önnur algeng setning sem sögð er í umræðu um orkumál er að hér sé enginn skortur á orku því hér sé framleitt mikið magn af orku á höfðatölu. Þetta er einföld mynd því við verðum að skoða hvað er til að lausri orku, ekki hvað er til af orku sem bundin er í samningum, oft langt fram í tímann. Við getum ekki sagt upp samningum, þeir verða að gilda ef Ísland vill viðhalda ágætu orðspori á erlendri grund. Stóriðjan á Íslandi hefur stundum fengið ómaklega gagnrýni en það er eins og að margir séu búnir að gleyma því hve gott það var fyrir ýmis byggðarlög að fá þennan atvinnurekstur í sitt heimahérað með margvíslegum ávinningi honum fylgdi. Og þegar lítið orkumagn losnar þá hrópa margir og segja að nú sé næg orka laus en hafa þá ekki reiknað hvað þarf mikið heildarmagn af raforku til að klára orkuskipti. Það er skiljanlegt að fólk velti fyrir sér umhverfisspori og amist við því ef mikið magn af CO2 er losað í andrúmsloft. Það er verkefni okkar allra, að lágmarka þessa losun. Í undirbúningi eru verkefni sem geta fangað losun frá stóriðjunni þannig að koltvísýringurinn sé notaður sem afurð til umhverfisvænnar iðnaðaruppbyggingar og fari þar með ekki lengur í andrúmsloftið. „Föngun og hagnýting“ er það kallað, eða CCU (Carbon Capture and Utilization) og er stórt tækifæri í atvinnuuppbyggingu fyrir okkur Íslendinga. Sem dæmi um slíka uppbyggingu er í undirbúningi að fanga koltvísýring frá stóriðjunni og nota hann til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem dugar á íslenska fiskiskipaflotann sem gæti þá siglt um á umhverfisvænu eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Það myndi fasa út 500.000 tonn af jarðefnaeldsneyti sem ekki þyrfti lengur að flytja inn til landsins með tilheyrandi ábata fyrir viðskiptajöfnuð. Þessi uppspretta af koltvísýringi, sem við höfum vegna stóriðjunnar hér á landi, getur gert Íslandi kleyft að verða fyrsta landið í hinum vestræna heimi til að kolefnisjafna sig að fullu og ná fullum orkuskiptum. Við erum því í stórkostlegri stöðu, höfum öll spil á hendi og með aukinni áherslu á atvinnuuppbyggingu í þessa átt þá mun Ísland ná að útfasa jarðefnaeldsneyti. Meirihluti landsmanna virðist sem betur fer vera sáttur við aukna umhverfisvæna orkuöflun í náttúru Íslands. Þeir sem enn finna að grænni orkuöflun gætu t.d. rætt við erlenda ferðamenn sem aka um hið glæsilega Búrfells-svæði, þar sem Landsvirkjun hefur unnið einstakt afrek í því að setja mikilvæga orkuöflun þjóðar með afar smekklegum hætti inn í hið fagra íslenska landslag. Gestum okkar finnst þetta einstaklega fagurt og til mikillar fyrirmyndar. Umhverfisvænar virkjanir eru nefnilega ávísun á áframhaldandi velmegun okkar þjóðar. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Heimildir: Journal of Economics and Political Economy – Impact of loadshedding in South Africa: A CGE analysis (hlekkur) South African Reserve Bank – Occasional Bulletin of Economic Notes OBEN/23/01 (hlekkur) World Bank Group – South Africa: World Bank Backs Reforms to Advance Energy Security and Low Carbon Transition (hlekkur)
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar