„Stórsigur fyrir réttlæti“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. ágúst 2025 12:46 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta segir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu vera stórsigur fyrir réttlæti og gagnvart vinnubrögðum lögreglu. Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira