Sport

Dag­skráin: Ís­lendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistara­deildarsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson gekk til liðs við Grimsby Town frá Breiðablik í fyrrasumar.
Jason Daði Svanþórsson gekk til liðs við Grimsby Town frá Breiðablik í fyrrasumar. Grimsby Town

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum.

Þetta er stórt kvöld fyrir Jason Daða Svanþórsson og félaga í Grimsby Town því þeir fá Manchester United í heimsókn í enska deildabikarnum og leikurinn verður sýndur beint.

Það verða einnig sýndir tveir leikir beint úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu en nú er barist um eftirsótt sæti í riðlakeppninni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik FC Kaupmannahafnar og Basel í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 2

Klukkan 16.35 hefst bein útsending frá leik Qarabag og Ferencvaros í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.55 hefst bein útsending frá leik Grimsby Town og Manchester United í enska deildabikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×