Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 23:30 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“ Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“
Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira