„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 14:02 Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar