Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. ágúst 2025 14:01 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um fæðingarorlof, leikskólaþátttöku barna að loknu fæðingarorlofi og áhrifum barneigna á tekjur foreldra. Í fyrri greinum höfum við fjallað um að atvinnuþátttaka kvenna sé minni en karla, að konur séu líklegri til að vera í hlutastörfum og séu að jafnaði með lægri laun. Áhrifin eru þau að konur á eftirlaunaaldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar. Rannsóknir sýna að áhrif barnaeigna á atvinnuþátttöku kvenna eru mjög mikil og mun meiri en á karla. Þó Ísland komi betur út en flestar aðrar þjóðir innan OECD hafa barneignir mun meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna hér á landi en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fæðingarorlof tryggir börnum þau grundvallarréttindi að njóta samvista við foreldra sína á fyrsta æviárinu og á að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Að því loknu þurfa flestir foreldrar að finna leiðir til að brúa bilið þar til leikskóli tekur við. Fæst barnanna komast beint á leikskóla, sum börn komast inn á ungbarnaleikskóla og önnur til dagforeldra, en mjög oft eru það mæðurnar sem brúa bilið með lengri fjarveru frá vinnumarkaði og áhrifin á tekjur þeirra mikil. Fæðingarorlof Árið 2000 tóku gildi ný og framsækin lög um níu mánaða fæðingarorlof sem tryggðu hvoru foreldri um sig þriggja mánaða sjálfstæðan rétt og svo gátu þau skipt þremur mánuðum á milli sín að eigin vild. Fæðingarorlofið hefur síðan þá verið lengt í skrefum og frá árinu 2021 hafa foreldrar hvort um sig átt sjálfstæðan sex mánaða rétt til fæðingarorlofs, en geta framselt einn og hálfan mánuð af rétti sínum til hins foreldrisins. Á myndinni sem unnin er upp úr ársskýrslu Fæðingarorlofssjóðs má sjá skýra kynjaskiptingu í nýtingu færðingarorlofs. Mynd 1: Fæðingarorlofsnýting mæðra og feðra og hlutfall feðra sem ekki nýta óframseljanlegan rétt sinn, 2001-2024 Nær allar mæður nýta sinn sjálfstæða sex mánaða rétt til fæðingarorlofs auk eins og hálfs mánaðar sem feðurnir framselja þeim í flestum tilvikum. Eftir lengingu fæðingarorlofsins í tólf mánuði voru konur að jafnaði tæplega 220 daga í fæðingarorlofi og karlar 130 daga árin 2021 og 2022. Upplýsingarnar fyrir árin 2023 og 2024 eru bráðabirgðatölur svo óvarlegt er að draga ályktanir út frá þeim. Það vekur hins vegar athygli að hlutfall þeirra feðra sem ekki fullnýta sinn óframseljanlega rétt (gula línan á mynd 1) hefur farið vaxandi síðustu ár, fæðingarorlofstímabil mæðra er því að jafnaði mun lengra og fjarvera þeirra af vinnumarkaði af þeim sökum lengri. Foreldrar fá 80% af launum í fæðingarorlofi en þak er á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Framan af hafði þakið áhrif á fáa við orlofstöku en í kjölfar efnahagshrunsins 2008 voru greiðslurnar skertar verulega og sú skerðing hefur ekki enn verið dregin til baka að fullu. Greiðsluþakið virðist hafa mun meiri áhrif á nýtingu fæðingarorlofsdaga feðra en mæðra. Í nokkur ár stóð þakið í stað í 600 þúsund krónum og sífellt stærri hópur foreldra fór því yfir þakið eins og sjá má á mynd 2. Með hækkun þaksins í 700 þúsund krónur árið 2024 lækkaði hlutfallið en samt sem áður voru tekjur 37% feðra og 18% mæðra yfir þakinu. Þakið er nú 800 þúsund krónur. Mynd 2: Hlutfall mæðra og feðra með laun yfir þaki á greiðslum Fæðingarorlofssjóðs, 2005-2024 Leikskólar Á síðustu tveimur áratugum hefur hlutfall barna undir tveggja ára aldri sem fá leikskólapláss hækkað jafnt og þétt, úr tæplega 15% barna árið 2001 í 56% árið 2021. Á mynd 3 má hins vegar sjá lækkun milli áranna 2021 og 2023, niður í 44% barna. Því voru 56% barna á aldrinum 12-23 mánaða ekki með leikskólapláss á árinu 2023. Mynd 3: Hlutfall barna á öðru ári á leikskóla, 2001-2023 Í norrænum samanburði sést að Ísland stendur ekki fremst þegar kemur að leikskólaþátttöku yngstu barnanna. Árið 2023 voru 48% barna yngri en 3 ára í leikskóla hér á landi. Það er hærra en meðaltalið í Evrópusambandinu (38%), en lægra en á hinum Norðurlöndunum – að Finnlandi undanskildu. Mynd 4: Hlutfall barna undir 3 ára á leikskóla, 2013 og 2023 Í Danmörku eru 70% barna undir þriggja ára aldri á leikskóla og í Noregi og Svíþjóð um 60%. Munurinn skýrist einkum af því að þar komast börn fyrr inn í leikskóla, strax á fyrsta eða öðru ári. Þessi samanburður sýnir að við höfum ekki náð jafn langt og nágrannaþjóðir okkar þegar kemur að því að tryggja börnum leikskólavist sem skýrir að hluta af hverju barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna hér á landi en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Áhrif barneigna á tekjur Niðurstöður nýrrar rannsóknar um tekjumissi við barneignir á Íslandi eru sláandi. Rannsóknin er lokaritgerðvið Háskóla Íslands unnin af Unu Margréti Lyngdal Reynisdóttur í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og kannar áhrif barneigna á launatekjur foreldra á árunum 2007-2018. Eins og sjá má á mynd 5 þróast rauntekjur karla og kvenna með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns. Skörp skil verða í þróuninni í kringum barnsfæðinguna þegar rauntekjur kvenna dragast saman um rúm 30% á meðan karlar hækka örlítið í tekjum eða standa í stað. Rauntekjur mæðra dragast áfram saman og árið eftir fæðingu nemur samdrátturinn í tekjum kvenna tæpum 50% samanborið við árið fyrir fæðingu og 5 árum eftir barneign eru tekjur kvenna enn um 25% lægri en þær voru fyrir fæðingu á meðan rauntekjur feðra hækka. Tekjumissir kvenna við barneignir í hlutfalli við karla er því enn um 36,5 prósent fimm árum eftir fæðingu fyrsta barns. Mynd 5: Hlutfall barna undir 3 ára á leikskóla, 2013 og 2023 Áhrif fyrstu barneignar á rauntekjur kvenna og karla í prósentum. Í rannsókninni er einnig skoðuð þróun yfir lengra tímabil, áhrif af mismunandi aldri foreldra, tekjudreifingu, hjúskaparstöðu, búsetu og árabili sem fæðingin átti sér stað á auk áhrifa af fæðingu annars barns. Í stuttu máli gætir enn verulegra áhrifa af barneign á rauntekjur kvenna tíu árum eftir fæðingu. Þarf þetta að vera svona? Barneignir hafa mikil áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna því þær taka að jafnaði mun lengra fæðingarorlof en feður og eru auk þess enn lengur af vinnumarkaði vegna skorts á dagvistun þegar fæðingarorlofi sleppir. Þessi kynbundni munur í umönnun yngstu barnanna kann að hafa áhrif á atvinnuþátttöku til lengri tíma. Fæðingarorlofið og leikskólar eru grunnstoðir fyrir fjölskyldur ungra barna. Með jafnari skiptingu fæðingarorlofsins og leikskólaplássum fyrir börn frá því fæðingarorlofi sleppir má draga úr tekjumissi kvenna við barneignir og stuðla þannig að raunverulegu kynjajafnrétti. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um fæðingarorlof, leikskólaþátttöku barna að loknu fæðingarorlofi og áhrifum barneigna á tekjur foreldra. Í fyrri greinum höfum við fjallað um að atvinnuþátttaka kvenna sé minni en karla, að konur séu líklegri til að vera í hlutastörfum og séu að jafnaði með lægri laun. Áhrifin eru þau að konur á eftirlaunaaldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar. Rannsóknir sýna að áhrif barnaeigna á atvinnuþátttöku kvenna eru mjög mikil og mun meiri en á karla. Þó Ísland komi betur út en flestar aðrar þjóðir innan OECD hafa barneignir mun meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna hér á landi en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fæðingarorlof tryggir börnum þau grundvallarréttindi að njóta samvista við foreldra sína á fyrsta æviárinu og á að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Að því loknu þurfa flestir foreldrar að finna leiðir til að brúa bilið þar til leikskóli tekur við. Fæst barnanna komast beint á leikskóla, sum börn komast inn á ungbarnaleikskóla og önnur til dagforeldra, en mjög oft eru það mæðurnar sem brúa bilið með lengri fjarveru frá vinnumarkaði og áhrifin á tekjur þeirra mikil. Fæðingarorlof Árið 2000 tóku gildi ný og framsækin lög um níu mánaða fæðingarorlof sem tryggðu hvoru foreldri um sig þriggja mánaða sjálfstæðan rétt og svo gátu þau skipt þremur mánuðum á milli sín að eigin vild. Fæðingarorlofið hefur síðan þá verið lengt í skrefum og frá árinu 2021 hafa foreldrar hvort um sig átt sjálfstæðan sex mánaða rétt til fæðingarorlofs, en geta framselt einn og hálfan mánuð af rétti sínum til hins foreldrisins. Á myndinni sem unnin er upp úr ársskýrslu Fæðingarorlofssjóðs má sjá skýra kynjaskiptingu í nýtingu færðingarorlofs. Mynd 1: Fæðingarorlofsnýting mæðra og feðra og hlutfall feðra sem ekki nýta óframseljanlegan rétt sinn, 2001-2024 Nær allar mæður nýta sinn sjálfstæða sex mánaða rétt til fæðingarorlofs auk eins og hálfs mánaðar sem feðurnir framselja þeim í flestum tilvikum. Eftir lengingu fæðingarorlofsins í tólf mánuði voru konur að jafnaði tæplega 220 daga í fæðingarorlofi og karlar 130 daga árin 2021 og 2022. Upplýsingarnar fyrir árin 2023 og 2024 eru bráðabirgðatölur svo óvarlegt er að draga ályktanir út frá þeim. Það vekur hins vegar athygli að hlutfall þeirra feðra sem ekki fullnýta sinn óframseljanlega rétt (gula línan á mynd 1) hefur farið vaxandi síðustu ár, fæðingarorlofstímabil mæðra er því að jafnaði mun lengra og fjarvera þeirra af vinnumarkaði af þeim sökum lengri. Foreldrar fá 80% af launum í fæðingarorlofi en þak er á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Framan af hafði þakið áhrif á fáa við orlofstöku en í kjölfar efnahagshrunsins 2008 voru greiðslurnar skertar verulega og sú skerðing hefur ekki enn verið dregin til baka að fullu. Greiðsluþakið virðist hafa mun meiri áhrif á nýtingu fæðingarorlofsdaga feðra en mæðra. Í nokkur ár stóð þakið í stað í 600 þúsund krónum og sífellt stærri hópur foreldra fór því yfir þakið eins og sjá má á mynd 2. Með hækkun þaksins í 700 þúsund krónur árið 2024 lækkaði hlutfallið en samt sem áður voru tekjur 37% feðra og 18% mæðra yfir þakinu. Þakið er nú 800 þúsund krónur. Mynd 2: Hlutfall mæðra og feðra með laun yfir þaki á greiðslum Fæðingarorlofssjóðs, 2005-2024 Leikskólar Á síðustu tveimur áratugum hefur hlutfall barna undir tveggja ára aldri sem fá leikskólapláss hækkað jafnt og þétt, úr tæplega 15% barna árið 2001 í 56% árið 2021. Á mynd 3 má hins vegar sjá lækkun milli áranna 2021 og 2023, niður í 44% barna. Því voru 56% barna á aldrinum 12-23 mánaða ekki með leikskólapláss á árinu 2023. Mynd 3: Hlutfall barna á öðru ári á leikskóla, 2001-2023 Í norrænum samanburði sést að Ísland stendur ekki fremst þegar kemur að leikskólaþátttöku yngstu barnanna. Árið 2023 voru 48% barna yngri en 3 ára í leikskóla hér á landi. Það er hærra en meðaltalið í Evrópusambandinu (38%), en lægra en á hinum Norðurlöndunum – að Finnlandi undanskildu. Mynd 4: Hlutfall barna undir 3 ára á leikskóla, 2013 og 2023 Í Danmörku eru 70% barna undir þriggja ára aldri á leikskóla og í Noregi og Svíþjóð um 60%. Munurinn skýrist einkum af því að þar komast börn fyrr inn í leikskóla, strax á fyrsta eða öðru ári. Þessi samanburður sýnir að við höfum ekki náð jafn langt og nágrannaþjóðir okkar þegar kemur að því að tryggja börnum leikskólavist sem skýrir að hluta af hverju barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna hér á landi en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Áhrif barneigna á tekjur Niðurstöður nýrrar rannsóknar um tekjumissi við barneignir á Íslandi eru sláandi. Rannsóknin er lokaritgerðvið Háskóla Íslands unnin af Unu Margréti Lyngdal Reynisdóttur í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og kannar áhrif barneigna á launatekjur foreldra á árunum 2007-2018. Eins og sjá má á mynd 5 þróast rauntekjur karla og kvenna með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns. Skörp skil verða í þróuninni í kringum barnsfæðinguna þegar rauntekjur kvenna dragast saman um rúm 30% á meðan karlar hækka örlítið í tekjum eða standa í stað. Rauntekjur mæðra dragast áfram saman og árið eftir fæðingu nemur samdrátturinn í tekjum kvenna tæpum 50% samanborið við árið fyrir fæðingu og 5 árum eftir barneign eru tekjur kvenna enn um 25% lægri en þær voru fyrir fæðingu á meðan rauntekjur feðra hækka. Tekjumissir kvenna við barneignir í hlutfalli við karla er því enn um 36,5 prósent fimm árum eftir fæðingu fyrsta barns. Mynd 5: Hlutfall barna undir 3 ára á leikskóla, 2013 og 2023 Áhrif fyrstu barneignar á rauntekjur kvenna og karla í prósentum. Í rannsókninni er einnig skoðuð þróun yfir lengra tímabil, áhrif af mismunandi aldri foreldra, tekjudreifingu, hjúskaparstöðu, búsetu og árabili sem fæðingin átti sér stað á auk áhrifa af fæðingu annars barns. Í stuttu máli gætir enn verulegra áhrifa af barneign á rauntekjur kvenna tíu árum eftir fæðingu. Þarf þetta að vera svona? Barneignir hafa mikil áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna því þær taka að jafnaði mun lengra fæðingarorlof en feður og eru auk þess enn lengur af vinnumarkaði vegna skorts á dagvistun þegar fæðingarorlofi sleppir. Þessi kynbundni munur í umönnun yngstu barnanna kann að hafa áhrif á atvinnuþátttöku til lengri tíma. Fæðingarorlofið og leikskólar eru grunnstoðir fyrir fjölskyldur ungra barna. Með jafnari skiptingu fæðingarorlofsins og leikskólaplássum fyrir börn frá því fæðingarorlofi sleppir má draga úr tekjumissi kvenna við barneignir og stuðla þannig að raunverulegu kynjajafnrétti. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun