Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 2. september 2025 07:32 Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Með þeirri ákvörðun skuldbindur borgin sig til að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Takk Reykjavíkurráð ungmenna! Við í Framsókn erum innilega þakklát Reykjavíkurráði ungmenna sem lýst hefur opinberlega yfir stuðningi við tillögu okkar í borgarstjórn. Við hvetjum borgarfulltrúa til að lesa ályktun ráðsins áður en þeir greiða atkvæði um tillöguna. Reykjavík hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er innleiddur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Með barnvænu sveitarfélagi er stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Ný hugsun Ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi borgarinnar hafa víðtæk áhrif á börn. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Verkefnið barnvænt sveitarfélag felur í sér markvissari innleiðingu á Barnasáttmálanum og er grundvallarbreyting á því hvernig við högum stefnumótun borgarinnar og forgangsröðun. Barnvæn höfuðborg Aðeins ein höfuðborg á Norðurlöndunum er barnvæn samkvæmt skilgreiningu verkefnis UNICEF og sómi væri af því ef Reykjavík yrði önnur höfuðborgin sem færi þessa leið. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á því að Ísland uppfylli Barnasáttmálann er ljóst að hann verður aldrei innleiddur án aðkomu sveitarfélaganna. Sem höfuðborg og stærsta sveitarfélag landsins ber Reykjavík ríka ábyrgð á að tryggja réttindi og farsæld barna á Íslandi og ganga á undan með góðu fordæmi. Pólitísk afstaða Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Við í Framsókn vonum að borgarstjórn geti sameinast um að setja börnin í borginni forgang. Við vitum að þegar börnum líður vel, þá líður samfélaginu vel. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Höfundar eru oddviti Framsóknar og borgarfulltrúi Framsóknar sem situr í velferðarráði og mannréttindaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Einar Þorsteinsson Magnea Gná Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Með þeirri ákvörðun skuldbindur borgin sig til að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Takk Reykjavíkurráð ungmenna! Við í Framsókn erum innilega þakklát Reykjavíkurráði ungmenna sem lýst hefur opinberlega yfir stuðningi við tillögu okkar í borgarstjórn. Við hvetjum borgarfulltrúa til að lesa ályktun ráðsins áður en þeir greiða atkvæði um tillöguna. Reykjavík hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er innleiddur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Með barnvænu sveitarfélagi er stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Ný hugsun Ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi borgarinnar hafa víðtæk áhrif á börn. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Verkefnið barnvænt sveitarfélag felur í sér markvissari innleiðingu á Barnasáttmálanum og er grundvallarbreyting á því hvernig við högum stefnumótun borgarinnar og forgangsröðun. Barnvæn höfuðborg Aðeins ein höfuðborg á Norðurlöndunum er barnvæn samkvæmt skilgreiningu verkefnis UNICEF og sómi væri af því ef Reykjavík yrði önnur höfuðborgin sem færi þessa leið. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á því að Ísland uppfylli Barnasáttmálann er ljóst að hann verður aldrei innleiddur án aðkomu sveitarfélaganna. Sem höfuðborg og stærsta sveitarfélag landsins ber Reykjavík ríka ábyrgð á að tryggja réttindi og farsæld barna á Íslandi og ganga á undan með góðu fordæmi. Pólitísk afstaða Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Við í Framsókn vonum að borgarstjórn geti sameinast um að setja börnin í borginni forgang. Við vitum að þegar börnum líður vel, þá líður samfélaginu vel. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Höfundar eru oddviti Framsóknar og borgarfulltrúi Framsóknar sem situr í velferðarráði og mannréttindaráði.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun