Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar 4. september 2025 10:03 Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun