Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar 4. september 2025 10:03 Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Steinn Jóhannsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun