Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar 4. september 2025 14:31 Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun