Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 16:29 Vinsældir orkudrykkja aukast með árunum. Getty Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér. Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér.
Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira