Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2025 23:02 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira