Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 08:13 Lamar Jackson með boltann en Matt Milano bíður spenntur. Bryan Bennett/Getty Images Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni. Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025 NFL Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025
NFL Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira