Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 15:15 Logi Einarsson, menningarráðherra. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum.
Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira