Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 15:15 Logi Einarsson, menningarráðherra. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum.
Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira