Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 9. september 2025 12:17 Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Stéttarfélög Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar