Skipar nefnd um jafnrétti karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2025 14:53 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og þingmaður Viðreisnar við setningu Alþingis í dag. Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið. Enn áskoranir sem þurfi að leysa Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag þingsályktunartillögu dómsmálaráðherra um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2026 til 2029. Henni er ætlað að skilgreina stefnu stjórnvalda og lýsa verkefnum innan Stjórnarráðsins sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eða fela í sér beinar aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. „Jafnvel þó við getum verið stolt af árangri okkar í jafnréttismálum þá eru áskoranir sem þarf að leysa. Ég hef lagt mikla áherslu á að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti gagnvart konum og sú vinna er í fullum gangi. Með áætluninni erum við að sýna skýra stefnu okkar,“ segir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála á vef Stjórnarráðsins. Áætlunin felur í sér verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna í íslensku samfélagi. Hún samanstendur af 40 aðgerðum sem skiptast í sex efnisflokka; kyn, áhrif og þátttaka, kynjuð tölfræði og mælaborð, jafnrétti á vinnumarkaði og kynbundinn launamunur, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, jafnrétti í menntun og íþrótta- og æskulýðsstarfi og alþjóðastarf. Jafnréttisnefnd karla komið á fót Ein aðgerð snýr að því er að skipuð verði karlanefnd sem hafi það hlutverk að vinna skýrslu yfir samfélagslega stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. „Það er staðreynd að aldrei hafa fleiri börn komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldis. Vopnaburður hefur aukist og 76% þeirra barna sem beita ofbeldi eru drengir. Það er líka staðreynd að ungir karlar beri minna traust til lögreglu en aðrir hópar. Það er okkar hlutverk að bregðast við þessari þróun. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem drengir upplifi öryggi í sínu nærumhverfi og stofnun nefndarinnar er mikilvægt skref í átt að því,“ segir ráðherra. Nefndin skal skoða hvernig stefnumótun á sviði jafnréttismála geti betur tekið mið af stöðu karla og drengja og leggja fram tillögur um aukinn þátt karla í umræðum um jafnrétti kynjanna og hvernig megi virkja þá frekar til þátttöku í jafnréttisstarfi. Byggir á tillögum einstakra ráðuneyta Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal ráðherra leggja fyrir Alþingi á fjögurra ára fresti tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum til fjögurra ára í senn. Áætlunin byggir á tillögum einstakra ráðuneyta og var unnin í samráði við Jafnréttisstofu. Í tilkynningunni segir að hliðsjón hafi verið höfð af umræðum á jafnréttisþingi og niðurstöðum umræðuhópa frá fundum samráðsvettvangs um jafnréttisráð. Sambærileg áætlun hafi verið lögð fram á síðasta löggjafaþingi en ekki hlotið afgreiðslu og verði því endurflutt. Hún verði lögð fram að mestu leyti óbreytt, fyrir utan orðalagsbreytingar á tveimur aðgerðum, auk þess sem aðgerð um jafnréttisnefnd karla hefur verið bætt við áætlunina í samræmi við athugasemdir og umræður í allsherjar- og menntamálanefnd. Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Enn áskoranir sem þurfi að leysa Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag þingsályktunartillögu dómsmálaráðherra um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2026 til 2029. Henni er ætlað að skilgreina stefnu stjórnvalda og lýsa verkefnum innan Stjórnarráðsins sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eða fela í sér beinar aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. „Jafnvel þó við getum verið stolt af árangri okkar í jafnréttismálum þá eru áskoranir sem þarf að leysa. Ég hef lagt mikla áherslu á að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti gagnvart konum og sú vinna er í fullum gangi. Með áætluninni erum við að sýna skýra stefnu okkar,“ segir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála á vef Stjórnarráðsins. Áætlunin felur í sér verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna í íslensku samfélagi. Hún samanstendur af 40 aðgerðum sem skiptast í sex efnisflokka; kyn, áhrif og þátttaka, kynjuð tölfræði og mælaborð, jafnrétti á vinnumarkaði og kynbundinn launamunur, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, jafnrétti í menntun og íþrótta- og æskulýðsstarfi og alþjóðastarf. Jafnréttisnefnd karla komið á fót Ein aðgerð snýr að því er að skipuð verði karlanefnd sem hafi það hlutverk að vinna skýrslu yfir samfélagslega stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. „Það er staðreynd að aldrei hafa fleiri börn komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldis. Vopnaburður hefur aukist og 76% þeirra barna sem beita ofbeldi eru drengir. Það er líka staðreynd að ungir karlar beri minna traust til lögreglu en aðrir hópar. Það er okkar hlutverk að bregðast við þessari þróun. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem drengir upplifi öryggi í sínu nærumhverfi og stofnun nefndarinnar er mikilvægt skref í átt að því,“ segir ráðherra. Nefndin skal skoða hvernig stefnumótun á sviði jafnréttismála geti betur tekið mið af stöðu karla og drengja og leggja fram tillögur um aukinn þátt karla í umræðum um jafnrétti kynjanna og hvernig megi virkja þá frekar til þátttöku í jafnréttisstarfi. Byggir á tillögum einstakra ráðuneyta Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal ráðherra leggja fyrir Alþingi á fjögurra ára fresti tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum til fjögurra ára í senn. Áætlunin byggir á tillögum einstakra ráðuneyta og var unnin í samráði við Jafnréttisstofu. Í tilkynningunni segir að hliðsjón hafi verið höfð af umræðum á jafnréttisþingi og niðurstöðum umræðuhópa frá fundum samráðsvettvangs um jafnréttisráð. Sambærileg áætlun hafi verið lögð fram á síðasta löggjafaþingi en ekki hlotið afgreiðslu og verði því endurflutt. Hún verði lögð fram að mestu leyti óbreytt, fyrir utan orðalagsbreytingar á tveimur aðgerðum, auk þess sem aðgerð um jafnréttisnefnd karla hefur verið bætt við áætlunina í samræmi við athugasemdir og umræður í allsherjar- og menntamálanefnd.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira