Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 10. september 2025 07:33 Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun