Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar 11. september 2025 07:02 Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í vikunni og fyrsta umræða um það hefst í dag. Það felur í sér skýra stefnu um að það fólk sem þjóðin fól stjórn landsins taki hlutverk sitt alvarlega og ræki það af ábyrgð. Við því blasti risavaxið verkefni við að taka til í kerfum sem eru ekki lengur að virka fyrir fólkið í landinu. Að ná stöðugleika í efnahagsmálum eftir áralangan halla, útgefna gúmmítékka og ófjármagnaðar skattalækkanir. Að undirbúa með skynsamlegum hætti næsta hagvaxtarskeið þjóðarinnar þar sem áhersla verður á verðmætasköpun í stað þess að skapa, vera með meira og minna engan hagvöxt á mann árum saman svo hægt sé að hefjast handa við að vinna á mörg hundruð milljarða króna uppsafnaðri innviðaskuld. Það sést skýrt í frumvarpinu að unnið er markvisst að því að ná öllum þessum markmiðum. Miklu minni halli Í fyrsta lagi ber að nefna að halli ríkissjóðs í ár, á grundvelli síðustu fjárlaga ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem féll með látum í fyrrahaust, var 62 milljarðar króna. Sú afkoma er rúmlega ellefu milljörðum krónum lakari en ríkisstjórn Bjarna hafði boðað, sem styður við áður fram setta ábendingu um að staðan væri mun verri en af hafði verið látið þegar kosningar urðu. Sú ríkisstjórn hafði raunar rekið ríkissjóð í samfelldum halla síðan 2019, alls upp á mörg hundruð milljarða króna. Og ætlaði að gera það áfram á árinu 2026. Það er yfirdrátturinn sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur þurfti að takast á við. Þegar fjármálaáætlun hennar var lögð fram í vor var reiknað með að halli næsta árs yrði kominn niður í 26 milljarða króna. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að enn meiri árangur hefur náðst, og hallinn á nú að verða um 15 milljarðar króna. Ríkissjóður verður svo rekinn hallalaus í fyrsta sinn í mörg ár árið 2027. Tiltekt eftir heimsins versta partí Þessum árangri hefur verið náð með margháttuðum aðgerðum. Það hefur verið tekið rækilega til eftir partí síðustu ára. Hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar skila 13 milljörðum króna strax á næsta ári og uppsafnað til ársins 2030 munu þær skila 107 milljörðum króna. Skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkaðar umtalsvert, úr 59,3 prósentum af landsframleiðslu í fyrra í 52,6 prósent í ár. Þar skiptir mestu máli að nýrri stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tókst að leysa úr tveimur málum með afar farsælum hætti sem þeirri síðustu tókst ekki. Í fyrsta lagi er þar um að ræða fumlaust uppgjör á ÍL-sjóði og í öðru lagi að selja hlut í Íslandsbanka án þess að samfélagið logaði stafna á milli vegna réttmætra ásakana um fúsk og frændhygli við sölu ríkiseignar. Ný könnun Maskínu sýndi þetta svart á hvítu. Þar sögðust 45 prósent vera ánægð með söluferlið á Íslandsbanka í vor en 21 prósent óánægð. Þegar síðasta ríkisstjórn seldi hlut í bankanum árið 2022 sögðust einungis sjö prósent hafa verið ánægð með ferlið en 83 prósent voru óánægð. Á næsta ári er svo reiknað með að skuldahlutfallið fari enn lengra biður, og verði rétt rúmlega 50 prósent af landsframleiðslu við lok þess. Þetta bætist við það að verðbólga er nú einu prósentustigi lægri en hún var þegar ríkisstjórnin tók við. Stýrivextir hafa lækkað um 1,5 prósentustig frá því að boðað var til kosninga í fyrra. Þetta skiptir miklu máli fyrir heimilisbókhald flestra og lækkar afborgun meðalheimilis með íbúðalán um 50 þúsund krónur á mánuði. Viðkvæmum hópum mætt og unnið á innviðaskuld Það liggur þó fyrir að ýmsir hópar njóta þessa síður, og þeim er verið að mæta. Almennt frítekjumark ellilífeyrisþega er hækkað, framlag til fæðingarorlofssjóðs er aukið, næstum fimm milljarðar króna fara í að mæta fjölgun endurhæfingarlífeyrisþega, aldursviðbót örorkulífeyrisþega er hækkuð og þrír milljarðar króna til viðbótar fara í að auka sérhæfða þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Þá eru umtalsverðir fjármunir settir í 100 ný hjúkrunarrými og uppbyggingu á nýrri legudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þá verða settir 1,5 nýir milljarðar króna í styrkingu fíknimeðferða og stuðning við þolendur heimilisofbeldis. Framlag í varanlega styrkingu geðþjónustu barna og aldraðra er aukið og sama gildir um framlag til reksturs öryggisvistunarrýma á geðsviði á Kleppi. Svo er byrjað af alvöru að vinna á innviðaskuldinni. Alls fara 7,5 milljarðar króna í vegakerfið, 1,2 milljarðar króna í eflingu lögreglu, 1,3 milljarðar króna í byggingu nýs fangelsis og tveir milljarðar króna í öryggisvistun ósakhæfra. Viðbúnar skattkerfisbreytingar Fyrstu viðbrögð minnihlutans á þingi eru vélræn, viðbúin en illa ígrunduð. Hægriflokkarnir kvarta yfir því að ekki sé sýnt nægilegt aðhald. Það bendir til valkvæðs lesskilnings, líkt og farið var yfir skilmerkilega hér að ofan. Til viðbótar munu stjórnmálamenn úr hægra hvelinu festa sig í því að skattkerfisbreytingar séu að skila ríkissjóði heilum 28 milljörðum króna í viðbótartekjur, eða 0,017 prósentum af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs. Nú skulum við skoða þessar skattkerfisbreytingar, sem eru allar í fullu samræmi við það sem ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Í fyrsta lagi er um að ræða tekjur sem munu falla til vegna endurskoðunar á skattlagningu ökutækja. Þarna er um að ræða tekjur sem eiga að standa undir viðhaldi vega og fjárfestingu í samgöngum. Meðaltal slíkra tekna var 1,7 prósent af landsframleiðslu á árunum 2010 til 2017 en hrundi í tíð síðustu ríkisstjórnar niður í um eitt prósent. Ástæðan var meðal annars sú að rafbílaeigendur greiddu ekkert árum saman fyrir notkun vega. Afleiðing þessarar stefnu var sú að innviðaskuld í vegakerfinu hleypur nú á þriðja hundruð milljarða króna. Í fyrra, fyrir síðustu kosningar, átti að bregðast við þessari stöðu með því að auka skatttekjur vegna ökutækja og eldsneytis um átta milljarða króna í ár og ná aftur 1,7 prósenta hlutfallinu. Það tókst ekki, enda sprakk sú stjórn, og enn einni áskoruninni var velt á þá sem tók við. Allt í allt munu þessi gjöld nú verða 1,6 prósent af landsframleiðslu, sem er lægra hlutfall en fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrir yfirstandandi ár ætlaði að skila því. Þá munu svokölluð krónutölugjöld hækka um 3,7 prósent, sem er í fullum takti við hækkun verðlags, og skila 4,3 milljörðum nýrra króna í ríkiskassann. Þarna er til dæmis um að ræða gjöld sem leggjast á áfengi og tóbak og hækka ár frá ári í verðbólgutakti. Veiðigjöld og skattaglufa fyrir sjö prósent tekjuhæstu Svo munu veiðigjöld skila meiri tekjum. Það á varla að koma stjórnarandstöðunni, sem hélt þingi Íslendinga í gíslingu langt fram yfir áætluð þinglok, til að reyna að koma í veg fyrir réttláta leiðréttingu þeirra gjalda, að þau muni breytast. Jöfnunargjald raforku mun einnig hækka. Það stendur straum af kostnaði við dreifingu raforku til almennra notenda hennar í landinu. Þetta er aðgerð sem í einföldu máli snýst um að öll heimili landsins borgi það sama fyrir rafmagn og að kostnaðurinn við það lendi á dreifiveitum. Loks á að loka skattaglufu sem felur í sér að afnema samnýtingu á skattþrepum. Um er að ræða glufu sem einungis tekjuhæstu sjö prósent landsmanna nýta sér og því hærri sem tekjurnar eru, því meiri verður skattaafslátturinn. Í heild nam ívilnunin til þessa hóps 2,8 milljörðum króna í fyrra og af því fékk tekjuhæsta prósent landsmanna, rúmlega 2.500 heimili, um 700 milljónir króna. Þá eru 81 prósent þeirra sem njóta góðs af glufunni karlar og flestir þeirra á fimmtugs eða sextugsaldri. Um er að ræða marga af eignamestu einstaklingum landsins, enda hafa þeir verið yfir fjórðungur greiðenda fjármagnstekjuskatts að jafnaði. Þegar skattþrepunum var fjölgað úr tveimur í þrjú árið 2019, með tilkomu lægsta skattþrepsins, þá dró úr þessum skattaafslætti. Það var þó ekki kallað skattahækkun á þeim tíma. Bjarni Benediktsson, þáverandi ráðherra skattamála, sagði þvert á móti að það væri ekki „verið að auka skattbyrðina neins staðar.“ Raunhæft og framsækið plan Fjárlagafrumvarpið er raunhæft og framsækin áætlun þar sem verið er að stíga fyrstu skrefin í að uppfæra stýrikerfið í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Að hluta til er um breytta hugmyndafræði að ræða sem felur í sér að breyta stjórnsýslunni í að vera þjónandi, innleiða eðlilega og sanngjarna gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda, ná stöðugleika í efnahagsstjórn með ábyrgum aðgerðum og móta langtímastefnu um hvaðan vöxtur íslensks efnahagslífs eigi að koma þar sem horft er á aukna framleiðni og áhrif á önnur svið samfélagsins sem lykilbreytur. Það leiðir til þess að betur rekinn ríkissjóður verður tilbúinn til að mæta framtíðaráföllum, getur tekist á við að vinna á 680 milljarða króna innviðaskuld og á sama tíma gripið betur þá hópa sem þurfa á stuðningi að halda. Þetta er alvöru plan sem mun virka til að gera samfélagið betra fyrir almenning á Íslandi. Því ætti allt skynsamlegt fólk að fagna. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í vikunni og fyrsta umræða um það hefst í dag. Það felur í sér skýra stefnu um að það fólk sem þjóðin fól stjórn landsins taki hlutverk sitt alvarlega og ræki það af ábyrgð. Við því blasti risavaxið verkefni við að taka til í kerfum sem eru ekki lengur að virka fyrir fólkið í landinu. Að ná stöðugleika í efnahagsmálum eftir áralangan halla, útgefna gúmmítékka og ófjármagnaðar skattalækkanir. Að undirbúa með skynsamlegum hætti næsta hagvaxtarskeið þjóðarinnar þar sem áhersla verður á verðmætasköpun í stað þess að skapa, vera með meira og minna engan hagvöxt á mann árum saman svo hægt sé að hefjast handa við að vinna á mörg hundruð milljarða króna uppsafnaðri innviðaskuld. Það sést skýrt í frumvarpinu að unnið er markvisst að því að ná öllum þessum markmiðum. Miklu minni halli Í fyrsta lagi ber að nefna að halli ríkissjóðs í ár, á grundvelli síðustu fjárlaga ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem féll með látum í fyrrahaust, var 62 milljarðar króna. Sú afkoma er rúmlega ellefu milljörðum krónum lakari en ríkisstjórn Bjarna hafði boðað, sem styður við áður fram setta ábendingu um að staðan væri mun verri en af hafði verið látið þegar kosningar urðu. Sú ríkisstjórn hafði raunar rekið ríkissjóð í samfelldum halla síðan 2019, alls upp á mörg hundruð milljarða króna. Og ætlaði að gera það áfram á árinu 2026. Það er yfirdrátturinn sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur þurfti að takast á við. Þegar fjármálaáætlun hennar var lögð fram í vor var reiknað með að halli næsta árs yrði kominn niður í 26 milljarða króna. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að enn meiri árangur hefur náðst, og hallinn á nú að verða um 15 milljarðar króna. Ríkissjóður verður svo rekinn hallalaus í fyrsta sinn í mörg ár árið 2027. Tiltekt eftir heimsins versta partí Þessum árangri hefur verið náð með margháttuðum aðgerðum. Það hefur verið tekið rækilega til eftir partí síðustu ára. Hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar skila 13 milljörðum króna strax á næsta ári og uppsafnað til ársins 2030 munu þær skila 107 milljörðum króna. Skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkaðar umtalsvert, úr 59,3 prósentum af landsframleiðslu í fyrra í 52,6 prósent í ár. Þar skiptir mestu máli að nýrri stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tókst að leysa úr tveimur málum með afar farsælum hætti sem þeirri síðustu tókst ekki. Í fyrsta lagi er þar um að ræða fumlaust uppgjör á ÍL-sjóði og í öðru lagi að selja hlut í Íslandsbanka án þess að samfélagið logaði stafna á milli vegna réttmætra ásakana um fúsk og frændhygli við sölu ríkiseignar. Ný könnun Maskínu sýndi þetta svart á hvítu. Þar sögðust 45 prósent vera ánægð með söluferlið á Íslandsbanka í vor en 21 prósent óánægð. Þegar síðasta ríkisstjórn seldi hlut í bankanum árið 2022 sögðust einungis sjö prósent hafa verið ánægð með ferlið en 83 prósent voru óánægð. Á næsta ári er svo reiknað með að skuldahlutfallið fari enn lengra biður, og verði rétt rúmlega 50 prósent af landsframleiðslu við lok þess. Þetta bætist við það að verðbólga er nú einu prósentustigi lægri en hún var þegar ríkisstjórnin tók við. Stýrivextir hafa lækkað um 1,5 prósentustig frá því að boðað var til kosninga í fyrra. Þetta skiptir miklu máli fyrir heimilisbókhald flestra og lækkar afborgun meðalheimilis með íbúðalán um 50 þúsund krónur á mánuði. Viðkvæmum hópum mætt og unnið á innviðaskuld Það liggur þó fyrir að ýmsir hópar njóta þessa síður, og þeim er verið að mæta. Almennt frítekjumark ellilífeyrisþega er hækkað, framlag til fæðingarorlofssjóðs er aukið, næstum fimm milljarðar króna fara í að mæta fjölgun endurhæfingarlífeyrisþega, aldursviðbót örorkulífeyrisþega er hækkuð og þrír milljarðar króna til viðbótar fara í að auka sérhæfða þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Þá eru umtalsverðir fjármunir settir í 100 ný hjúkrunarrými og uppbyggingu á nýrri legudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þá verða settir 1,5 nýir milljarðar króna í styrkingu fíknimeðferða og stuðning við þolendur heimilisofbeldis. Framlag í varanlega styrkingu geðþjónustu barna og aldraðra er aukið og sama gildir um framlag til reksturs öryggisvistunarrýma á geðsviði á Kleppi. Svo er byrjað af alvöru að vinna á innviðaskuldinni. Alls fara 7,5 milljarðar króna í vegakerfið, 1,2 milljarðar króna í eflingu lögreglu, 1,3 milljarðar króna í byggingu nýs fangelsis og tveir milljarðar króna í öryggisvistun ósakhæfra. Viðbúnar skattkerfisbreytingar Fyrstu viðbrögð minnihlutans á þingi eru vélræn, viðbúin en illa ígrunduð. Hægriflokkarnir kvarta yfir því að ekki sé sýnt nægilegt aðhald. Það bendir til valkvæðs lesskilnings, líkt og farið var yfir skilmerkilega hér að ofan. Til viðbótar munu stjórnmálamenn úr hægra hvelinu festa sig í því að skattkerfisbreytingar séu að skila ríkissjóði heilum 28 milljörðum króna í viðbótartekjur, eða 0,017 prósentum af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs. Nú skulum við skoða þessar skattkerfisbreytingar, sem eru allar í fullu samræmi við það sem ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Í fyrsta lagi er um að ræða tekjur sem munu falla til vegna endurskoðunar á skattlagningu ökutækja. Þarna er um að ræða tekjur sem eiga að standa undir viðhaldi vega og fjárfestingu í samgöngum. Meðaltal slíkra tekna var 1,7 prósent af landsframleiðslu á árunum 2010 til 2017 en hrundi í tíð síðustu ríkisstjórnar niður í um eitt prósent. Ástæðan var meðal annars sú að rafbílaeigendur greiddu ekkert árum saman fyrir notkun vega. Afleiðing þessarar stefnu var sú að innviðaskuld í vegakerfinu hleypur nú á þriðja hundruð milljarða króna. Í fyrra, fyrir síðustu kosningar, átti að bregðast við þessari stöðu með því að auka skatttekjur vegna ökutækja og eldsneytis um átta milljarða króna í ár og ná aftur 1,7 prósenta hlutfallinu. Það tókst ekki, enda sprakk sú stjórn, og enn einni áskoruninni var velt á þá sem tók við. Allt í allt munu þessi gjöld nú verða 1,6 prósent af landsframleiðslu, sem er lægra hlutfall en fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrir yfirstandandi ár ætlaði að skila því. Þá munu svokölluð krónutölugjöld hækka um 3,7 prósent, sem er í fullum takti við hækkun verðlags, og skila 4,3 milljörðum nýrra króna í ríkiskassann. Þarna er til dæmis um að ræða gjöld sem leggjast á áfengi og tóbak og hækka ár frá ári í verðbólgutakti. Veiðigjöld og skattaglufa fyrir sjö prósent tekjuhæstu Svo munu veiðigjöld skila meiri tekjum. Það á varla að koma stjórnarandstöðunni, sem hélt þingi Íslendinga í gíslingu langt fram yfir áætluð þinglok, til að reyna að koma í veg fyrir réttláta leiðréttingu þeirra gjalda, að þau muni breytast. Jöfnunargjald raforku mun einnig hækka. Það stendur straum af kostnaði við dreifingu raforku til almennra notenda hennar í landinu. Þetta er aðgerð sem í einföldu máli snýst um að öll heimili landsins borgi það sama fyrir rafmagn og að kostnaðurinn við það lendi á dreifiveitum. Loks á að loka skattaglufu sem felur í sér að afnema samnýtingu á skattþrepum. Um er að ræða glufu sem einungis tekjuhæstu sjö prósent landsmanna nýta sér og því hærri sem tekjurnar eru, því meiri verður skattaafslátturinn. Í heild nam ívilnunin til þessa hóps 2,8 milljörðum króna í fyrra og af því fékk tekjuhæsta prósent landsmanna, rúmlega 2.500 heimili, um 700 milljónir króna. Þá eru 81 prósent þeirra sem njóta góðs af glufunni karlar og flestir þeirra á fimmtugs eða sextugsaldri. Um er að ræða marga af eignamestu einstaklingum landsins, enda hafa þeir verið yfir fjórðungur greiðenda fjármagnstekjuskatts að jafnaði. Þegar skattþrepunum var fjölgað úr tveimur í þrjú árið 2019, með tilkomu lægsta skattþrepsins, þá dró úr þessum skattaafslætti. Það var þó ekki kallað skattahækkun á þeim tíma. Bjarni Benediktsson, þáverandi ráðherra skattamála, sagði þvert á móti að það væri ekki „verið að auka skattbyrðina neins staðar.“ Raunhæft og framsækið plan Fjárlagafrumvarpið er raunhæft og framsækin áætlun þar sem verið er að stíga fyrstu skrefin í að uppfæra stýrikerfið í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Að hluta til er um breytta hugmyndafræði að ræða sem felur í sér að breyta stjórnsýslunni í að vera þjónandi, innleiða eðlilega og sanngjarna gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda, ná stöðugleika í efnahagsstjórn með ábyrgum aðgerðum og móta langtímastefnu um hvaðan vöxtur íslensks efnahagslífs eigi að koma þar sem horft er á aukna framleiðni og áhrif á önnur svið samfélagsins sem lykilbreytur. Það leiðir til þess að betur rekinn ríkissjóður verður tilbúinn til að mæta framtíðaráföllum, getur tekist á við að vinna á 680 milljarða króna innviðaskuld og á sama tíma gripið betur þá hópa sem þurfa á stuðningi að halda. Þetta er alvöru plan sem mun virka til að gera samfélagið betra fyrir almenning á Íslandi. Því ætti allt skynsamlegt fólk að fagna. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun