„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2025 12:51 Sigríður og Sigurður gera athugasemdir við þingsetningarræðu Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setti 157. löggjafarþing í gær. Í ræðu sinni beindi Halla því til þingheims að setja þingstörfunum skynsamlegan ramma, sem í senn tryggði málfrelsi og framgang lýðræðisins í mestu ágreiningsmálunum. „Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi,“ sagði Halla í þingsetningarræðu sinni í gær. Sérstakt að mati Sigurðar Formaður Framsóknarflokksins segir ræðuna hafa verið sérstaka. „Ég kannast ekki við að það sé keppikefli nokkurs þingmanns á nokkrum tíma að stunda málþóf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hins vegar sé það eina tæki stjórnarandstöðunnar til þess að fá stjórnarliða í samtal. „Og yfirleitt endað með þeim árangri að menn setjast niður og leysa mál, þótt það hafi ekki verið tilfellið í sumar. Þannig að mér fannst þessi nálgun, án þess að fjalla um lítið vald minnihlutans á þinginu sérstakt.“ Þægilegasta afstaðan Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist telja að forseti eigi ekki að taka þátt í dægurþrasi stjórnmálanna. „Ég held að það fari betur á því að forsetinn lyfti sér aðeins upp yfir hin daglegu störf þingsins í þessum heimsóknum forseta við þingsetningu,“ segir Sigríður. Hægt sé að deila um hvenær um sé að ræða málþóf og hvenær sé um að ræða málefnalegar umræður og harða andstöðu við framgang mála. Forsetinn hafi stokkið á vagninn í umræðunni. „Og þá þægilegustu afstöðuna í þessu máli, það er að segja, að málþóf sé ekki æskilegt. Það eru svo sem held ég allir sammála um það.“ Í kvöld flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína á þingi, og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Á morgun mun svo Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mæla fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Alþingi Forseti Íslands Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Halla Tómasdóttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setti 157. löggjafarþing í gær. Í ræðu sinni beindi Halla því til þingheims að setja þingstörfunum skynsamlegan ramma, sem í senn tryggði málfrelsi og framgang lýðræðisins í mestu ágreiningsmálunum. „Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi,“ sagði Halla í þingsetningarræðu sinni í gær. Sérstakt að mati Sigurðar Formaður Framsóknarflokksins segir ræðuna hafa verið sérstaka. „Ég kannast ekki við að það sé keppikefli nokkurs þingmanns á nokkrum tíma að stunda málþóf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hins vegar sé það eina tæki stjórnarandstöðunnar til þess að fá stjórnarliða í samtal. „Og yfirleitt endað með þeim árangri að menn setjast niður og leysa mál, þótt það hafi ekki verið tilfellið í sumar. Þannig að mér fannst þessi nálgun, án þess að fjalla um lítið vald minnihlutans á þinginu sérstakt.“ Þægilegasta afstaðan Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist telja að forseti eigi ekki að taka þátt í dægurþrasi stjórnmálanna. „Ég held að það fari betur á því að forsetinn lyfti sér aðeins upp yfir hin daglegu störf þingsins í þessum heimsóknum forseta við þingsetningu,“ segir Sigríður. Hægt sé að deila um hvenær um sé að ræða málþóf og hvenær sé um að ræða málefnalegar umræður og harða andstöðu við framgang mála. Forsetinn hafi stokkið á vagninn í umræðunni. „Og þá þægilegustu afstöðuna í þessu máli, það er að segja, að málþóf sé ekki æskilegt. Það eru svo sem held ég allir sammála um það.“ Í kvöld flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína á þingi, og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Á morgun mun svo Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mæla fyrir fjárlagafrumvarpi sínu.
Alþingi Forseti Íslands Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Halla Tómasdóttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira