Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2025 12:02 Maðurinn fullyrti að hann hefði aðlagast íslensku samfélagi undanfarin tvö ár. Hér njóta landsmenn veðurblíðu við Austurvöll í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann. Dómsmál Litáen Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann.
Dómsmál Litáen Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent