Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 12:13 Höfuðstöðvar Novo Nordisk í Bagsværd utan við Kaupmannahöfn. AP/Mads Claus Rasmussen/Ritzau Lyfjafyrirtækið Novo Nordisk sem malaði gull á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy tilkynnti að það ætlaði að segja upp um níu þúsund starfsmönnum í dag. Af þeim eru um fimm þúsund í Danmörku. Niðurskurðurinn kemur í kjölfar lækkandi tekna fyrirtækisins vegna aukinnar samkeppni á markaði með þyngdarstjórnunarlyf. Alls starfa 78.400 manns fyrir Novo Nordisk en þeim fækkar um ellefu prósent með uppsögnunum sem voru kynntar í dag. Fyrirtækið ætlar með þeim að spara um átta milljarða danskra króna, jafnvirði um 153 milljarða íslenskra króna, fyrir lok næsta árs. Í kjölfar velgengni Ozempic og Wegovy var Novo Nordisk um tíma verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Hlutabréf fyrirtækisins voru metin á meira en sem nam vergri landsframleiðslu Danmerkur. Gengið í kauphöllinni hefur hins vegar tekið dýfu upp á síðkastið. Fyrirtækið rak Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóra sinn til átta ára, til þess að reyna að snúa gengi þess við í maí. Novo Nordisk stendur nú frammi fyrir aukinni samkeppni frá bandaríska lyfjarisanum Eli Lilly um viðskipti þeirra sem vilja eða þurfa að losna við aukakíló. Ozempic var upphaflega þróað sem lyf gegn sykursýki en það reyndist síðan gagnast til þyngdartaps. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Danmörk Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Niðurskurðurinn kemur í kjölfar lækkandi tekna fyrirtækisins vegna aukinnar samkeppni á markaði með þyngdarstjórnunarlyf. Alls starfa 78.400 manns fyrir Novo Nordisk en þeim fækkar um ellefu prósent með uppsögnunum sem voru kynntar í dag. Fyrirtækið ætlar með þeim að spara um átta milljarða danskra króna, jafnvirði um 153 milljarða íslenskra króna, fyrir lok næsta árs. Í kjölfar velgengni Ozempic og Wegovy var Novo Nordisk um tíma verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Hlutabréf fyrirtækisins voru metin á meira en sem nam vergri landsframleiðslu Danmerkur. Gengið í kauphöllinni hefur hins vegar tekið dýfu upp á síðkastið. Fyrirtækið rak Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóra sinn til átta ára, til þess að reyna að snúa gengi þess við í maí. Novo Nordisk stendur nú frammi fyrir aukinni samkeppni frá bandaríska lyfjarisanum Eli Lilly um viðskipti þeirra sem vilja eða þurfa að losna við aukakíló. Ozempic var upphaflega þróað sem lyf gegn sykursýki en það reyndist síðan gagnast til þyngdartaps.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Danmörk Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira