Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. september 2025 17:21 Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Það kom Höllu Hrund í opna skjöldu við lestur fjárlagafrumvarpsins til 2026 að til standi að skerða greiðslur til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, gerði þessar breytingar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Substack og var á meðal þeirra fyrstu til að gagnrýna breytingarnar. Eiríkur sagðist hafa gaumgæft frumvarpið í þeirri von að þar fyndi hann vísbendingar um eflingu íslenskrar tungu en eftir lesturinn hafi honum orðið ljóst að hið gagnstæða væri staðreynd. Hann nefndi nokkra liði þar sem skorið er niður í fjárveitingum til að efla íslensku. Halla segist taka undir með Eiríki og vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál. Hún segir að það margborgi sig að fjárfesta í innviðum. „Sú breytingartillaga sem ég mun leggja til snýr að því að við þurfum akkúrat núna að horfa fram á veginn, auka íslenskukennsluna, við vitum að margir hafa flutt hingað til lands á undanförnum árum, 50.000 bara frá 2017 og það hefur reynt á tungumálið okkar.“ Niðurskurður gæti haft áhrif til langrar framtíðar Þjóðin standi á tímamótum og því dugi ekki að horfa til næsta árs, heldur næstu áratuga. Það skipti sköpum fyrir samheldni þjóðarinnar. „Breytingartillagan snýr líka að því að auka framlag til grunnskólanna, það er að segja tungumálakennslu innan grunnskólanna. Þar er mikil þörf í ljósi þess að fjöldi nemenda með erlendan bakgrunn hefur aukist mikið.“ Fjöldinn nemi í dag í kringum þrjátíu prósent. Vill fjárfesta í „samfélagslíminu“ „Ég segi líka að þetta snýst um fjárfestingu í því sem límir okkur saman. Tungumálið er svo mikill lykill að því að við séum ekki að búa til „við“ og „hinir“ menningu. Fólk á að tengjast. Heilt yfir tengist þetta líka árangri okkar í menntun og getu samfélagsins á stærra sviði til lengri tíma.“ Í úttekt OECD er bent á að íslenska sé lykilatriði við að skapa inngildandi samfélag og geti brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Tungumálanám geti bæði stutt við fólk félagslega og á vinnumarkaði en þrátt fyrir það læri fáir innflytjendur íslensku. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum eða 18% samanborið við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Er það þín skoðun að það muni koma okkur í koll seinna að skera niður í þessum málaflokki núna? „Alveg eins og þegar við fjárfestum í vegasamgöngum þá nýtast vegirnir jafnvel áratugi fram í tímann. Þó það séu dýrar framkvæmdir í byrjun þá munum við njóta góðs af því til lengri tíma. Sama gildir um fjárfestingar í orkumálum og svo mætti áfram telja. Ég myndi segja að fjárfesting í tungumálinu okkar sé gríðarlega mikilvæg samfélagsleg innviðafjárfesting og ef við gerum þetta rétt núna þá munum við uppskera næstu áratugina í sterkari og samheldnari þjóð.“ Breytingartillaga Höllu Hrundar er margþætt. „Hún snýr annars vegar að því að bæta í þegar kemur að því að auka íslenskukennslu fyrir fullorðna en hún snýr líka að því að skoða hvata til þess að vinnustaðir geti sótt fram á þessu sviði og svo snýr hún að því að grunnskólar fái aukinn stuðning og fjármagn til að börn sem hafa annan bakgrunn nái meiri árangri í íslensku og geti þar af leiðandi orðið enn öflugri og betur tengdari inn í okkar góða samfélag.“ Íslensk tunga Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókmenntir Tengdar fréttir Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni. 9. september 2025 09:32 „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. 8. september 2025 15:52 Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. 8. september 2025 07:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Það kom Höllu Hrund í opna skjöldu við lestur fjárlagafrumvarpsins til 2026 að til standi að skerða greiðslur til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, gerði þessar breytingar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Substack og var á meðal þeirra fyrstu til að gagnrýna breytingarnar. Eiríkur sagðist hafa gaumgæft frumvarpið í þeirri von að þar fyndi hann vísbendingar um eflingu íslenskrar tungu en eftir lesturinn hafi honum orðið ljóst að hið gagnstæða væri staðreynd. Hann nefndi nokkra liði þar sem skorið er niður í fjárveitingum til að efla íslensku. Halla segist taka undir með Eiríki og vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál. Hún segir að það margborgi sig að fjárfesta í innviðum. „Sú breytingartillaga sem ég mun leggja til snýr að því að við þurfum akkúrat núna að horfa fram á veginn, auka íslenskukennsluna, við vitum að margir hafa flutt hingað til lands á undanförnum árum, 50.000 bara frá 2017 og það hefur reynt á tungumálið okkar.“ Niðurskurður gæti haft áhrif til langrar framtíðar Þjóðin standi á tímamótum og því dugi ekki að horfa til næsta árs, heldur næstu áratuga. Það skipti sköpum fyrir samheldni þjóðarinnar. „Breytingartillagan snýr líka að því að auka framlag til grunnskólanna, það er að segja tungumálakennslu innan grunnskólanna. Þar er mikil þörf í ljósi þess að fjöldi nemenda með erlendan bakgrunn hefur aukist mikið.“ Fjöldinn nemi í dag í kringum þrjátíu prósent. Vill fjárfesta í „samfélagslíminu“ „Ég segi líka að þetta snýst um fjárfestingu í því sem límir okkur saman. Tungumálið er svo mikill lykill að því að við séum ekki að búa til „við“ og „hinir“ menningu. Fólk á að tengjast. Heilt yfir tengist þetta líka árangri okkar í menntun og getu samfélagsins á stærra sviði til lengri tíma.“ Í úttekt OECD er bent á að íslenska sé lykilatriði við að skapa inngildandi samfélag og geti brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Tungumálanám geti bæði stutt við fólk félagslega og á vinnumarkaði en þrátt fyrir það læri fáir innflytjendur íslensku. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum eða 18% samanborið við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Er það þín skoðun að það muni koma okkur í koll seinna að skera niður í þessum málaflokki núna? „Alveg eins og þegar við fjárfestum í vegasamgöngum þá nýtast vegirnir jafnvel áratugi fram í tímann. Þó það séu dýrar framkvæmdir í byrjun þá munum við njóta góðs af því til lengri tíma. Sama gildir um fjárfestingar í orkumálum og svo mætti áfram telja. Ég myndi segja að fjárfesting í tungumálinu okkar sé gríðarlega mikilvæg samfélagsleg innviðafjárfesting og ef við gerum þetta rétt núna þá munum við uppskera næstu áratugina í sterkari og samheldnari þjóð.“ Breytingartillaga Höllu Hrundar er margþætt. „Hún snýr annars vegar að því að bæta í þegar kemur að því að auka íslenskukennslu fyrir fullorðna en hún snýr líka að því að skoða hvata til þess að vinnustaðir geti sótt fram á þessu sviði og svo snýr hún að því að grunnskólar fái aukinn stuðning og fjármagn til að börn sem hafa annan bakgrunn nái meiri árangri í íslensku og geti þar af leiðandi orðið enn öflugri og betur tengdari inn í okkar góða samfélag.“
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókmenntir Tengdar fréttir Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni. 9. september 2025 09:32 „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. 8. september 2025 15:52 Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. 8. september 2025 07:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni. 9. september 2025 09:32
„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. 8. september 2025 15:52
Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. 8. september 2025 07:22