Innlent

Bein út­sending: Á­herslur og for­gangsað­gerðir Ís­lands í lofts­lags­málum

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Anton Brink

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum.

Kynningin hefst klukkan 11 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilara að neðan.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðherra muni á fundinum kynna þær aðgerðir aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem koma til framkvæmda á árunum 2025 og 2026.

„Á fundinum verður einnig kynnt tillaga að nýju landsákvörðuðu framlagi undir Parísarsamningnum til 2035 sem ráðherra hyggst leggja í samráðsgátt stjórnvalda í tvær vikur. Undanfarið hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að greina stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi í loftslagsmálum svo að auka megi gagnsæi í stjórnsýslu loftslagsmála og verður því einnig kynnt leiðrétt landsákvarðað framlag til 2030.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var gefin út og samhliða sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda í júní 2024. Síðan þá hefur farið fram frekari greining og forgangsröðun á þeim aðgerðum með það að markmiði að ná sem mestum samdrætti á sem skemmstum tíma,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Ís­land gat ekki gert losunar­mark­mið ESB að sínu

Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×