Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 20:02 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira