Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 15. september 2025 13:00 Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun