Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar 16. september 2025 08:31 Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. En þeir hafa sömuleiðis ausið úr skálum reiði sinnar yfir hvern þann mann sem hefur bent á að Charlie Kirk var hægriöfgamaður sem hafði ótal ógeðfelldar skoðanir. Í hópi hinna hneykslunargjörnu er blaðamaður Morgunblaðsins sem vildi meina að Kirk hefði einfaldlega talað„…til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni.“ Það sætir furðu að þessir aðilar, sem vilja halda minningu Charlie Kirk á lofti, hneykslist á því að fólk geri einmitt það með því að rifja upp skoðanir hans. Honum hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni, hann taldi að konur ættu að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og að dauðsföll í skotárásum væru skynsamlegur fórnarkostnaður í þágu núverandi byssulöggjafar Bandaríkjanna. Auk þess áleit hann að sá hluti Biblíunnar, sem vísar til þess að grýta eigi samkynhneigða til bana, væri „hið fullkomna lögmál Guðs“. Listinn yfir hinar viðbjóðslegu skoðanir Kirk gæti verið öllu lengri en þá yrði fljótt farið yfir leyfilegan orðafjölda aðsendra greina hjá Vísi. Málsvarar Charlie Kirk hafa reynt að endurskrifa söguna og hvítþvo arfleifð hans; þá ekki síst á þeirri forsendu að Kirk hafi verið ótrauður málsvari málfrelsis. Þetta er lygi. Þvert á móti þá var hann eindreginn stuðningsmaður þess að þagga niður í andmælamönnum sínum. Má þar nefna að hann birti á netinu langan lista yfir háskólakennara með skoðanir sem honum hugnaðist ekki. Það eitt að vera mótfallinn hinni almennu byssueign Bandaríkjamanna dugði til að vera settur á svarta lista Charlie Kirk, sem leiddi oftar en ekki til holskeflu áreitis og jafnvel morðhótana fyrir viðkomandi kennara. Markmiðið með slíkum lista gat aldrei verið neitt annað en þöggun og skoðanakúgun. Auk þess var Kirk dyggur stuðningsmaður núverandi Bandaríkjastjórnar; stjórnar sem hefur rekið opinbera starfsmenn fyrir að vera ekki nægilega dyggir stuðningsmenn forsetans og jafnvel fangelsað fólk án dóms og laga fyrir skoðanir sem henni mislíkar. Það eitt að gagnrýna stríðsrekstur Ísrael á Gasasvæðinu hefur nægt til þess henda fólki í fangaklefa og mátti það hvorki hitta lögfræðing né koma fyrir dómara, eitthvað sem tíðkast ekki í nokkru lýðræðisríki. Þetta studdi Charlie Kirk með ráðum og dáð. Ástríða hans fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi var því ekki beysin og segja má að skoðun Kirk og safnaðarbarna hans hafi verið eftirfarandi: Málfrelsi fyrir mig en ekki þig. Að því sögðu, réttlætir þessi upptalning fögnuð yfir dauða Charlie Kirk? Nei, alls ekki. Við megum og eigum að fordæma slíka hegðun. En við megum heldur ekki gleyma að Kirk réttlætti sjálfur pólitískt ofbeldi, hvort sem þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, eða ráðist var með hamri á eiginmann Demókratans Nancy Pelosi. Gekk hann svo langt að segja að „föðurlandsvinur“ ætti að borga tryggingagjaldið fyrir árásarmanninn svo hann gæti gengið laus. En í því ljósi er mikilvægt að fólk sýni lágmarks sómakennd og fagni ekki dauða Kirk, þótt það kunni að fyrirlíta skoðanir hans. Því við getum fordæmt viðhorf Charlie Kirk án þess að leggjast jafn lágt og hann gerði sjálfur í lifanda lífi. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. En þeir hafa sömuleiðis ausið úr skálum reiði sinnar yfir hvern þann mann sem hefur bent á að Charlie Kirk var hægriöfgamaður sem hafði ótal ógeðfelldar skoðanir. Í hópi hinna hneykslunargjörnu er blaðamaður Morgunblaðsins sem vildi meina að Kirk hefði einfaldlega talað„…til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni.“ Það sætir furðu að þessir aðilar, sem vilja halda minningu Charlie Kirk á lofti, hneykslist á því að fólk geri einmitt það með því að rifja upp skoðanir hans. Honum hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni, hann taldi að konur ættu að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og að dauðsföll í skotárásum væru skynsamlegur fórnarkostnaður í þágu núverandi byssulöggjafar Bandaríkjanna. Auk þess áleit hann að sá hluti Biblíunnar, sem vísar til þess að grýta eigi samkynhneigða til bana, væri „hið fullkomna lögmál Guðs“. Listinn yfir hinar viðbjóðslegu skoðanir Kirk gæti verið öllu lengri en þá yrði fljótt farið yfir leyfilegan orðafjölda aðsendra greina hjá Vísi. Málsvarar Charlie Kirk hafa reynt að endurskrifa söguna og hvítþvo arfleifð hans; þá ekki síst á þeirri forsendu að Kirk hafi verið ótrauður málsvari málfrelsis. Þetta er lygi. Þvert á móti þá var hann eindreginn stuðningsmaður þess að þagga niður í andmælamönnum sínum. Má þar nefna að hann birti á netinu langan lista yfir háskólakennara með skoðanir sem honum hugnaðist ekki. Það eitt að vera mótfallinn hinni almennu byssueign Bandaríkjamanna dugði til að vera settur á svarta lista Charlie Kirk, sem leiddi oftar en ekki til holskeflu áreitis og jafnvel morðhótana fyrir viðkomandi kennara. Markmiðið með slíkum lista gat aldrei verið neitt annað en þöggun og skoðanakúgun. Auk þess var Kirk dyggur stuðningsmaður núverandi Bandaríkjastjórnar; stjórnar sem hefur rekið opinbera starfsmenn fyrir að vera ekki nægilega dyggir stuðningsmenn forsetans og jafnvel fangelsað fólk án dóms og laga fyrir skoðanir sem henni mislíkar. Það eitt að gagnrýna stríðsrekstur Ísrael á Gasasvæðinu hefur nægt til þess henda fólki í fangaklefa og mátti það hvorki hitta lögfræðing né koma fyrir dómara, eitthvað sem tíðkast ekki í nokkru lýðræðisríki. Þetta studdi Charlie Kirk með ráðum og dáð. Ástríða hans fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi var því ekki beysin og segja má að skoðun Kirk og safnaðarbarna hans hafi verið eftirfarandi: Málfrelsi fyrir mig en ekki þig. Að því sögðu, réttlætir þessi upptalning fögnuð yfir dauða Charlie Kirk? Nei, alls ekki. Við megum og eigum að fordæma slíka hegðun. En við megum heldur ekki gleyma að Kirk réttlætti sjálfur pólitískt ofbeldi, hvort sem þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, eða ráðist var með hamri á eiginmann Demókratans Nancy Pelosi. Gekk hann svo langt að segja að „föðurlandsvinur“ ætti að borga tryggingagjaldið fyrir árásarmanninn svo hann gæti gengið laus. En í því ljósi er mikilvægt að fólk sýni lágmarks sómakennd og fagni ekki dauða Kirk, þótt það kunni að fyrirlíta skoðanir hans. Því við getum fordæmt viðhorf Charlie Kirk án þess að leggjast jafn lágt og hann gerði sjálfur í lifanda lífi. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun