Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar 17. september 2025 11:02 Sem læknir er ómögulegt að taka ekki sífellt eftir leiðum til að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Ísland býr að frábæru heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur dag og nótt af mikilli elju, en álagið er mikið, biðlistar langir og víða er mannekla. Á sama tíma fjölgar öldruðum og lífsstílssjúkdómar eru á uppleið, svo það er ljóst að við þurfum ekki bara fleiri hendur, heldur nýja sýn: að nýta nýsköpun, tækni og lýðheilsu til að styrkja grunninn og draga úr þeirri sóun í heilbrigðiskerfinu sem við læknar sjáum á hverjum degi. Fjarlækningaþjónusta styttir biðlista og eykur aðgengi Við störf mín á heilsugæslu varð mér snemma ljóst að margir sjúklingar þurfa ekki alltaf að mæta á stofu til að fá úrlausn sinna mála. Úr þessu kviknaði hugmynd um að þróa fjarlækningaþjónustu hér á Íslandi, en slík þjónusta er vel þekkt í nágrannalöndum. Síðustu þrjú ár hef ég, ásamt frábæru teymi lækna og fagfólks, unnið að þróun lausnar sem kallast Fjarlækningar. Með þessari lausn getur fólk, óháð búsetu, fengið aðstoð með ýmis vandamál án þess að mæta á læknastofu. Fjarlækningaþjónustan styður þannig við þá heilbrigðisþjónustu sem er nú þegar í boði, minnkar álag, sparar óþarfa ferðalög og kostnað og eykur aðgengi að læknisþjónustu um land allt. Með þessu fá heilsugæslulæknar jafnframt meiri tíma til að sinna þeim málum sem krefjast komu sjúklinga. Alþingi samþykkti á síðasta ári frumvarp þar sem fjarheilbrigðisþjónusta er skilgreind sem hluti af heilbrigðiskerfinu, en það var gríðarlega mikilvægt skref. Enn er þó unnið að skýrari reglum um leyfisveitingar, en með nýlegum úrskurðum er von á spennandi nýjungum á næstunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur ítrekað lagt áherslu á að stafrænar lausnir séu lykilþáttur í nútímalegri heilbrigðisþjónustu, en þetta er líka mín reynsla. Án nýrra leiða verður álagið meira, en með markvissri innleiðingu stafrænna lausna getum við þróað þjónustuna og gert hana hraðari, betri og sveigjanlegri. Einstaklingsmiðuð heilbrigðisþjónusta og lýðheilsa er lykilatriði Sama hversu öflug tæknin er leysir hún ekki af hólmi þann grunn sem við berum sjálf ábyrgð á: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Þetta eru atriði sem skipta sköpum fyrir heilsu þjóðarinnar. Heilbrigðisráðherra og María Heimisdóttir landlæknir hafa báðar margsinnis bent á að forvarnir og lífsstílsþættir séu lykilþættir í öflugu heilbrigðiskerfi, en ég tek undir það af fullri sannfæringu. Í mínu starfi sé ég til dæmis hvað streita og slæm næring getur grafið undan heilsu fólks á meðan regluleg hreyfing og bættur svefn getur gjörbreytt líðan fólks. Nýjasta þróunin sem mér finnst sérstaklega spennandi er hvernig við getum nýtt öll þau gögn sem til eru til að sérsníða heilbrigðisþjónustu að hverjum einstaklingi. Þar liggur framtíðin: að forvarnir og meðferðir taki mið af því hver einstaklingurinn er, hvaða fjölskyldusögu hann hefur og hvaða lífsstílsþættir skipta máli í hans tilviki. Í nýrri skýrslu um einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu, sem kynnt var fyrir stuttu, kemur fram að hægt sé að velja besta meðferðarkostinn fyrir hvern og einn með því að nýta sjúkraskrár, erfðaupplýsingar, próteinmælingar og fjölskyldusögu. Með því má forðast ónauðsynleg lyf og meðferðir, minnka aukaverkanir og árangur verður betri. Einnig má taka fram að GDPR-löggjöfin tryggir sjúklingum aðgang að eigin heilsufarsgögnum, en í þessu felast tækifæri til að efla gæði og samfellu þjónustunnar. Þetta er einmitt kjarni forvarna: að greina áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum áður en þeir koma fram, og bregðast tímanlega við. Það er fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra styðji þessa stefnu og undirstriki mikilvægi einstaklingsmiðaðrar nálgunar. Talið er að um 80% útgjalda heilbrigðiskerfisins fari í meðferð lífsstílstengdra sjúkdóma, og þann kostnað væri hægt að lækka verulega ef landsmenn sinntu heilsu sinni betur. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum hér og unnið með frábæru teymi að annarri lausn sem mun bjóða einstaklingum upp á heildræna heilsuþjónustu þar sem fólk getur fengið einstaklingsmiðaða nálgun á heilsu sína og áætlun út frá því tengt hreyfingu, næringu, svefn og andlegri heilsu. Lykilþátturinn í þessu er svo eftirfylgni til að fólk fái stuðning með þessa grunnþætti heilsu. Þetta mun hafa raunveruleg áhrif á heilbrigðiskerfið þar sem við getum fyrirbyggt sjúkdóma og komið í veg fyrir að fólk fái langvinna sjúkdóma sem þurfa frekari þjónustu á heilsugæslu eða spítala. Heilbrigðisráðuneytið staðfestir að tíminn er núna Ný skýrsla heilbrigðisráðuneytisins „Mat á stafrænni þróun á landsvísu“ sem kom út nú fyrir nokkrum dögum undirstrikar þetta enn frekar. Þar kemur fram að hefja þurfi úrbætur án tafar til að tryggja samfellu í þjónustu. Skýrslan bendir á að ósamræmd skráning, takmörkuð tenging kerfa og skortur á rauntímasamhæfingu valdi töfum, óhagkvæmni og jafnvel áhættu fyrir sjúklinga. Lagt er til að stofnuð verði ein miðlæg þróunareining fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu. Hún gæti samhæft kerfi, tryggt öryggi og stutt sérstaklega við innleiðingu nýrra lausna eins og til dæmis fjarlækningaþjónustuna sem við höfum þróað. Með því er hægt að prófa nýja tækni hratt og skala lausnir sem virka þannig að sjúklingar og starfsfólk njóti ávinningsins án frekari tafa. Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef séð í starfi mínu: að stafrænar lausnir líkt og fjarlækningar eru ekki framtíðin einhvern tíma seinna, heldur nauðsyn núna. Jafnvægi er nauðsynlegt Umræða um hlutverk einkaaðila í heilbrigðiskerfinu hefur verið mikil, en mitt mat er að einkarekstur geti aukið aðgengi og sveigjanleika. Það má vissulega ekki grafa undan opinbera kerfinu þar sem það verður alltaf grunnurinn sem tryggir jöfnuð og jafnan rétt allra landsmanna til vandaðrar heilbrigðisþjónustu, en heilbrigðisráðherra hefur bent á mikilvægi jafnvægis og það er lykillinn. Þegar ég horfi fram á veginn sé ég ekki tækni annars vegar og mannlega nálgun hins vegar, heldur sé ég þessa þætti vinna saman. Tæknin getur létt álagið og aukið skilvirkni, en hún mun aldrei leysa mannlegu hlýjuna af hólmi. Framtíðin liggur í því að sameina þetta tvennt. Með nýsköpun og aukinni áherslu á lýðheilsu getum við stytt biðlista, nýtt betur þann mannauð sem við höfum og aukið gæði þjónustunnar. Með mannlegri nálgun tryggjum við svo að þjónustan verði ekki bara hraðari heldur líka betri, persónulegri og mannúðlegri. Látum verkin tala Heilbrigðiskerfi Íslands stendur á tímamótum. Við getum annað hvort haldið í gamla kerfið með öllum veikleikum þess eða tekið stórt skref fram á við og umbreytt því með nýsköpun, fjarlækningaþjónustu, einstaklingsmiðaðri nálgun og sterkri áherslu á lýðheilsu með heildrænni nálgun. Að mínu mati eigum við að velja síðari kostinn strax. Spurningin er ekki hvort við getum það, heldur hvort við treystum okkur til að stíga skrefið núna. Látum verkin tala! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Victor Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Sem læknir er ómögulegt að taka ekki sífellt eftir leiðum til að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Ísland býr að frábæru heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur dag og nótt af mikilli elju, en álagið er mikið, biðlistar langir og víða er mannekla. Á sama tíma fjölgar öldruðum og lífsstílssjúkdómar eru á uppleið, svo það er ljóst að við þurfum ekki bara fleiri hendur, heldur nýja sýn: að nýta nýsköpun, tækni og lýðheilsu til að styrkja grunninn og draga úr þeirri sóun í heilbrigðiskerfinu sem við læknar sjáum á hverjum degi. Fjarlækningaþjónusta styttir biðlista og eykur aðgengi Við störf mín á heilsugæslu varð mér snemma ljóst að margir sjúklingar þurfa ekki alltaf að mæta á stofu til að fá úrlausn sinna mála. Úr þessu kviknaði hugmynd um að þróa fjarlækningaþjónustu hér á Íslandi, en slík þjónusta er vel þekkt í nágrannalöndum. Síðustu þrjú ár hef ég, ásamt frábæru teymi lækna og fagfólks, unnið að þróun lausnar sem kallast Fjarlækningar. Með þessari lausn getur fólk, óháð búsetu, fengið aðstoð með ýmis vandamál án þess að mæta á læknastofu. Fjarlækningaþjónustan styður þannig við þá heilbrigðisþjónustu sem er nú þegar í boði, minnkar álag, sparar óþarfa ferðalög og kostnað og eykur aðgengi að læknisþjónustu um land allt. Með þessu fá heilsugæslulæknar jafnframt meiri tíma til að sinna þeim málum sem krefjast komu sjúklinga. Alþingi samþykkti á síðasta ári frumvarp þar sem fjarheilbrigðisþjónusta er skilgreind sem hluti af heilbrigðiskerfinu, en það var gríðarlega mikilvægt skref. Enn er þó unnið að skýrari reglum um leyfisveitingar, en með nýlegum úrskurðum er von á spennandi nýjungum á næstunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur ítrekað lagt áherslu á að stafrænar lausnir séu lykilþáttur í nútímalegri heilbrigðisþjónustu, en þetta er líka mín reynsla. Án nýrra leiða verður álagið meira, en með markvissri innleiðingu stafrænna lausna getum við þróað þjónustuna og gert hana hraðari, betri og sveigjanlegri. Einstaklingsmiðuð heilbrigðisþjónusta og lýðheilsa er lykilatriði Sama hversu öflug tæknin er leysir hún ekki af hólmi þann grunn sem við berum sjálf ábyrgð á: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Þetta eru atriði sem skipta sköpum fyrir heilsu þjóðarinnar. Heilbrigðisráðherra og María Heimisdóttir landlæknir hafa báðar margsinnis bent á að forvarnir og lífsstílsþættir séu lykilþættir í öflugu heilbrigðiskerfi, en ég tek undir það af fullri sannfæringu. Í mínu starfi sé ég til dæmis hvað streita og slæm næring getur grafið undan heilsu fólks á meðan regluleg hreyfing og bættur svefn getur gjörbreytt líðan fólks. Nýjasta þróunin sem mér finnst sérstaklega spennandi er hvernig við getum nýtt öll þau gögn sem til eru til að sérsníða heilbrigðisþjónustu að hverjum einstaklingi. Þar liggur framtíðin: að forvarnir og meðferðir taki mið af því hver einstaklingurinn er, hvaða fjölskyldusögu hann hefur og hvaða lífsstílsþættir skipta máli í hans tilviki. Í nýrri skýrslu um einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu, sem kynnt var fyrir stuttu, kemur fram að hægt sé að velja besta meðferðarkostinn fyrir hvern og einn með því að nýta sjúkraskrár, erfðaupplýsingar, próteinmælingar og fjölskyldusögu. Með því má forðast ónauðsynleg lyf og meðferðir, minnka aukaverkanir og árangur verður betri. Einnig má taka fram að GDPR-löggjöfin tryggir sjúklingum aðgang að eigin heilsufarsgögnum, en í þessu felast tækifæri til að efla gæði og samfellu þjónustunnar. Þetta er einmitt kjarni forvarna: að greina áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum áður en þeir koma fram, og bregðast tímanlega við. Það er fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra styðji þessa stefnu og undirstriki mikilvægi einstaklingsmiðaðrar nálgunar. Talið er að um 80% útgjalda heilbrigðiskerfisins fari í meðferð lífsstílstengdra sjúkdóma, og þann kostnað væri hægt að lækka verulega ef landsmenn sinntu heilsu sinni betur. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum hér og unnið með frábæru teymi að annarri lausn sem mun bjóða einstaklingum upp á heildræna heilsuþjónustu þar sem fólk getur fengið einstaklingsmiðaða nálgun á heilsu sína og áætlun út frá því tengt hreyfingu, næringu, svefn og andlegri heilsu. Lykilþátturinn í þessu er svo eftirfylgni til að fólk fái stuðning með þessa grunnþætti heilsu. Þetta mun hafa raunveruleg áhrif á heilbrigðiskerfið þar sem við getum fyrirbyggt sjúkdóma og komið í veg fyrir að fólk fái langvinna sjúkdóma sem þurfa frekari þjónustu á heilsugæslu eða spítala. Heilbrigðisráðuneytið staðfestir að tíminn er núna Ný skýrsla heilbrigðisráðuneytisins „Mat á stafrænni þróun á landsvísu“ sem kom út nú fyrir nokkrum dögum undirstrikar þetta enn frekar. Þar kemur fram að hefja þurfi úrbætur án tafar til að tryggja samfellu í þjónustu. Skýrslan bendir á að ósamræmd skráning, takmörkuð tenging kerfa og skortur á rauntímasamhæfingu valdi töfum, óhagkvæmni og jafnvel áhættu fyrir sjúklinga. Lagt er til að stofnuð verði ein miðlæg þróunareining fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu. Hún gæti samhæft kerfi, tryggt öryggi og stutt sérstaklega við innleiðingu nýrra lausna eins og til dæmis fjarlækningaþjónustuna sem við höfum þróað. Með því er hægt að prófa nýja tækni hratt og skala lausnir sem virka þannig að sjúklingar og starfsfólk njóti ávinningsins án frekari tafa. Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef séð í starfi mínu: að stafrænar lausnir líkt og fjarlækningar eru ekki framtíðin einhvern tíma seinna, heldur nauðsyn núna. Jafnvægi er nauðsynlegt Umræða um hlutverk einkaaðila í heilbrigðiskerfinu hefur verið mikil, en mitt mat er að einkarekstur geti aukið aðgengi og sveigjanleika. Það má vissulega ekki grafa undan opinbera kerfinu þar sem það verður alltaf grunnurinn sem tryggir jöfnuð og jafnan rétt allra landsmanna til vandaðrar heilbrigðisþjónustu, en heilbrigðisráðherra hefur bent á mikilvægi jafnvægis og það er lykillinn. Þegar ég horfi fram á veginn sé ég ekki tækni annars vegar og mannlega nálgun hins vegar, heldur sé ég þessa þætti vinna saman. Tæknin getur létt álagið og aukið skilvirkni, en hún mun aldrei leysa mannlegu hlýjuna af hólmi. Framtíðin liggur í því að sameina þetta tvennt. Með nýsköpun og aukinni áherslu á lýðheilsu getum við stytt biðlista, nýtt betur þann mannauð sem við höfum og aukið gæði þjónustunnar. Með mannlegri nálgun tryggjum við svo að þjónustan verði ekki bara hraðari heldur líka betri, persónulegri og mannúðlegri. Látum verkin tala Heilbrigðiskerfi Íslands stendur á tímamótum. Við getum annað hvort haldið í gamla kerfið með öllum veikleikum þess eða tekið stórt skref fram á við og umbreytt því með nýsköpun, fjarlækningaþjónustu, einstaklingsmiðaðri nálgun og sterkri áherslu á lýðheilsu með heildrænni nálgun. Að mínu mati eigum við að velja síðari kostinn strax. Spurningin er ekki hvort við getum það, heldur hvort við treystum okkur til að stíga skrefið núna. Látum verkin tala! Höfundur er læknir.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar