Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. september 2025 12:01 Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun