Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar 17. september 2025 13:02 Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun